Vald Sjálfstæðisflokksins byggi á þjónkun annarra flokka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:32 Sjálfstæðisflokksfólk er „sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings en sækja sterka stöðu sína til „þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið“. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“ Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar segir Gunnar Smári Sjálfstæðisflokkinn „jaðarflokk“ og nefnir sem dæmi að 65 prósent kjósenda annarra flokka hefðu reynst fylgjandi því að breyta kvótakerfinu með lýðræðislegum aðferðum á komandi kjörtímabili en aðeins 25 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðisflokksfólk“ stjórnaði svo til öllu á Íslandi, sem væri eins og það væri vegna þess að flokkurinn hefði haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum; „í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra,“ segir Gunnar Smári. Þessi staða byggði ekki á kjörfylgi heldur þeirri hugmynd að „ríki karlinn“ ætti að fá meira pláss en annað fólk. „Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks.“ Þó væri ekki rétt að hneykslast á kjósendum flokksins. „Nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu.“ Vandi íslenskra stjórnmála, segir Gunnar Smári, væru linnulaus svik stjórnmálanna við kjósendur annarra flokka. „Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um.“
Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira