Sjálfstæðisflokkurinn er jaðarflokkur Gunnar Smári Egilsson skrifar 10. ágúst 2021 07:04 Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt. Sjálfstæðisflokkurinn er baráttutæki hinna fáu ríku og valdamiklu og er ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings. Flokkurinn sækir ekki lengur sterka stöðu sína í íslenskum stjórnmálum til kjósenda heldur fyrst og fremst til þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið, sem stendur að baki Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokksfólk er sérstök tegund Þetta má sýna með fjölda gagna. Við skulum skoða eitt dæmi. Á mánudag voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar lýðræðisfélagsins Öldu á afstöðu landsmanna til kvótakerfisins. Þar kom fram að aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir með kvótakerfið en 78% kjósenda annarra flokka samanlagt. Þar kom fram að 75% kjósenda annarra flokka taldi lýðræðinu stafa hætta af kvótakerfinu en aðeins 23% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram að 65% kjósenda annarra flokka var fylgjandi því að á komandi kjörtímabili yrði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, til dæmis með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru því fylgjandi. Eins og sjá má af þessu er Sjálfstæðisflokksfólk sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning. Sækir ekki umboð til almennings heldur auðs Og þá komum við af vandanum. Þessi tegund af fólki, Sjálfstæðisflokksfólk, stjórnar svo til öllu á Íslandi. Ríkisvaldið, löggjafinn, dómstólar, löggæsla, fjölmiðlar og svo til hver einasta deild samfélagsins er mótuð eftir vilja þessa fólks. Flestar áhrifastöður eru skipaðar Sjálfstæðisflokksfólki. Ísland er eins og það er vegna þess að Sjálfstæðisflokksfólk hefur haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum, í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra. Þessi staða byggir ekki á kjörfylgi. Í síðustu kosningum kusu 25% þeirra sem mættu á kjörstað þennan flokk. Það eru um 20% kosningabærra manna. Það er minna fylgi en Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengu. Ef við skoðum skoðanakannanir þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins um 20-25% í dag. Það er álíka og samanlagt fylgi Pírata og Samfylkingar. Ef við bærum saman fyrirferð þessara flokka í samfélagsumræðunni og innan stofnana samfélagsins við drottnandi stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá eru þessir flokkar aðeins brot af Sjálfstæðisflokknum. Hugmyndir þeirra og afstaða vigta ekki eins mikið. Þeir eru í aukahlutverki í leikriti sem er samið og sett upp af Sjálfstæðisflokknum. Og hver er ástæðan? Hún er auðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þjónar. Fjölmiðlar og forysta annarra flokka, svo til allar stofnanir samfélagsins, beygja sig fyrir auðnum. Það er ríkjandi hugmynd í samfélaginu að ríki karlinn eigi að fá meira pláss en annað fólk. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess. Að svíkja kjósendur sína Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks. Þótt 20-25% kjósenda fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum þá þjónar flokkurinn aðeins hluta af þessu fólki, þeim allra ríkustu. Stærsti hluti fylgjenda flokksins er fólk sem er á engan hátt auðugt en finnst af einhverjum ástæðum snjallt að vera í liði hinna ríku. Kannski finnst einhverjum ástæða til að hneykslast á þessu fólki, en nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu. Þegar Samfylkingin var stofnuð var yfirlýst markmið hennar að sameina vinstri menn og verða öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrsta ríkisstjórn Samfylkingarinnar var samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skrítið mótvægi það. Og skrítin sameining. Fyrir fáeinum misserum kynnti Vinstri hreyfingin grænt framboð sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Vg er nú í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur öll tögl og allar hagldir. Skrítnir andstæðingar þar. Milli þess sem þessir flokkar hafa borið Sjálfstæðisflokkinn til valda hafa Björt framtíð og Viðreisn tryggt Sjálfstæðisflokknum völd og allar útgáfur Framsóknar, Miðflokksútgáfan talin með. Það er ekkert að kjósendum Það má heyra eftir flestar kosningar og kannanir undrunaróp stuðningsfólks marga flokka yfir því hversu mikinn stuðning Sjálfstæðisflokkurinn fær. Það er hins vegar ekkert skrítið að 20-25% fólk skuli halla sér upp að auðnum í von að fá notið einhvers af honum. Það er á engan hátt vandamál og það má vel lifa við það. Svona er einu sinni mannlegt eðli. Vandi okkar er sú að forysta annarra flokka, sem fyrir kosningar lætur sem hún ætli að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, leiðir hagsmunaklíku hinna fáu ríku og valdamiklu til valda eftir kosningar. Það er ekkert að kjósendum. 75 prósent þeirra kjósa ekki hinn undarlega Sjálfstæðisflokk sem er á skjön við meginþorra almennings í svo til öllum málum. Það er hins vegar eitthvað stórkostlegt að forystu þeirra flokka sem færa Sjálfstæðisflokknum ætíð völdin svo hann geti byggt upp samfélag sem 75 landsmanna er ósáttur við. Vandi íslenskra stjórnmála eru linnulaus svik stjórnmálanna við þessa kjósendur. Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um. Við þurfum að leiðrétta þetta í kosningunum í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og leiðir lista flokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt. Sjálfstæðisflokkurinn er baráttutæki hinna fáu ríku og valdamiklu og er ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings. Flokkurinn sækir ekki lengur sterka stöðu sína í íslenskum stjórnmálum til kjósenda heldur fyrst og fremst til þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið, sem stendur að baki Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokksfólk er sérstök tegund Þetta má sýna með fjölda gagna. Við skulum skoða eitt dæmi. Á mánudag voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar lýðræðisfélagsins Öldu á afstöðu landsmanna til kvótakerfisins. Þar kom fram að aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir með kvótakerfið en 78% kjósenda annarra flokka samanlagt. Þar kom fram að 75% kjósenda annarra flokka taldi lýðræðinu stafa hætta af kvótakerfinu en aðeins 23% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram að 65% kjósenda annarra flokka var fylgjandi því að á komandi kjörtímabili yrði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, til dæmis með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru því fylgjandi. Eins og sjá má af þessu er Sjálfstæðisflokksfólk sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning. Sækir ekki umboð til almennings heldur auðs Og þá komum við af vandanum. Þessi tegund af fólki, Sjálfstæðisflokksfólk, stjórnar svo til öllu á Íslandi. Ríkisvaldið, löggjafinn, dómstólar, löggæsla, fjölmiðlar og svo til hver einasta deild samfélagsins er mótuð eftir vilja þessa fólks. Flestar áhrifastöður eru skipaðar Sjálfstæðisflokksfólki. Ísland er eins og það er vegna þess að Sjálfstæðisflokksfólk hefur haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum, í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra. Þessi staða byggir ekki á kjörfylgi. Í síðustu kosningum kusu 25% þeirra sem mættu á kjörstað þennan flokk. Það eru um 20% kosningabærra manna. Það er minna fylgi en Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengu. Ef við skoðum skoðanakannanir þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins um 20-25% í dag. Það er álíka og samanlagt fylgi Pírata og Samfylkingar. Ef við bærum saman fyrirferð þessara flokka í samfélagsumræðunni og innan stofnana samfélagsins við drottnandi stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá eru þessir flokkar aðeins brot af Sjálfstæðisflokknum. Hugmyndir þeirra og afstaða vigta ekki eins mikið. Þeir eru í aukahlutverki í leikriti sem er samið og sett upp af Sjálfstæðisflokknum. Og hver er ástæðan? Hún er auðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þjónar. Fjölmiðlar og forysta annarra flokka, svo til allar stofnanir samfélagsins, beygja sig fyrir auðnum. Það er ríkjandi hugmynd í samfélaginu að ríki karlinn eigi að fá meira pláss en annað fólk. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess. Að svíkja kjósendur sína Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks. Þótt 20-25% kjósenda fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum þá þjónar flokkurinn aðeins hluta af þessu fólki, þeim allra ríkustu. Stærsti hluti fylgjenda flokksins er fólk sem er á engan hátt auðugt en finnst af einhverjum ástæðum snjallt að vera í liði hinna ríku. Kannski finnst einhverjum ástæða til að hneykslast á þessu fólki, en nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu. Þegar Samfylkingin var stofnuð var yfirlýst markmið hennar að sameina vinstri menn og verða öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrsta ríkisstjórn Samfylkingarinnar var samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skrítið mótvægi það. Og skrítin sameining. Fyrir fáeinum misserum kynnti Vinstri hreyfingin grænt framboð sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Vg er nú í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur öll tögl og allar hagldir. Skrítnir andstæðingar þar. Milli þess sem þessir flokkar hafa borið Sjálfstæðisflokkinn til valda hafa Björt framtíð og Viðreisn tryggt Sjálfstæðisflokknum völd og allar útgáfur Framsóknar, Miðflokksútgáfan talin með. Það er ekkert að kjósendum Það má heyra eftir flestar kosningar og kannanir undrunaróp stuðningsfólks marga flokka yfir því hversu mikinn stuðning Sjálfstæðisflokkurinn fær. Það er hins vegar ekkert skrítið að 20-25% fólk skuli halla sér upp að auðnum í von að fá notið einhvers af honum. Það er á engan hátt vandamál og það má vel lifa við það. Svona er einu sinni mannlegt eðli. Vandi okkar er sú að forysta annarra flokka, sem fyrir kosningar lætur sem hún ætli að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, leiðir hagsmunaklíku hinna fáu ríku og valdamiklu til valda eftir kosningar. Það er ekkert að kjósendum. 75 prósent þeirra kjósa ekki hinn undarlega Sjálfstæðisflokk sem er á skjön við meginþorra almennings í svo til öllum málum. Það er hins vegar eitthvað stórkostlegt að forystu þeirra flokka sem færa Sjálfstæðisflokknum ætíð völdin svo hann geti byggt upp samfélag sem 75 landsmanna er ósáttur við. Vandi íslenskra stjórnmála eru linnulaus svik stjórnmálanna við þessa kjósendur. Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um. Við þurfum að leiðrétta þetta í kosningunum í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og leiðir lista flokksins í Reykjavík norður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun