Hreppaflutningar 21. aldarinnar Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 13:31 Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna. Að loknu góðu ævistarfi er komið að því að fá að njóta afrakstursins, lifa mannsæmandi lífi áhyggjulaust, með reisn og mannhelgi. Nei bíddu nú við? Hér er excelskjal og tölvuútreikningur sem segir nei! Það er ekki til peningur til að sjá um fólkið sem kom okkur hingað. Bjó til þessar tölvur og hannaði þetta forrit. Fólkið sem sótti sjóinn, ræktaði landið, byggði upp og bjó til betra líf fyrir okkur hin. Enginn peningur til. Menn eiga bara að sætta sig við það. Eitt er að veita ekki okkar besta fólki þau lágmarksréttindi að fá að lifa áhyggjulaust. Annað er síðan að hreinlega hafa af þeim mannlega reisn. Þar er víða pottur brotinn og að mínu mati merki um úrkynjun mannlegs samfélags að hugsa ekki um foreldra okkar og forfólk. Ein birtingarmynd þess hve illa er staðið að málum aldraðra eru svokallaðir hreppaflutningar. Hér á árum áður þótti það fremur niðurlægjandi að vera fluttur hreppaflutningum. Fátækt og veikt fólk hreinlega flutt gegn vilja sínum því það þótti of mikil byrði. Og hér erum við. Tiltölulega nýgengin inn í 21. öldina og flytjum gamalt og veikt fólk hreppaflutningum því það er of mikið vandamál. Ég á góða vini í fólki úr sveitinni minni. Hjón sem hafa búið saman vel yfir hálfa öld. Stutt hvort annað og staðið saman í lífsins ólgusjó. Í blíðu og í stríðu. En nú mæðir á. Í stríðu eru veikindi mannsins. Aldurinn færist yfir og hann þarf inni á dvalarheimili. En getur nærsamfélagið hans veitt honum þá þjónustu og þeirra hjónabandi þá reisn að fá að búa í nálægð við hvort annað? Nei það er ekki svo. Nú er vinkona mín og eiginkonan ein við eldhúsborðið sitt upp á Egilsstöðum og bíður þess að fá næst far niður á Fáskrúðsfjörð að hitta manninn sinn. Fá að standa með honum. Í blíðu og í stríðu. Svona launum við fólkinu okkar framlag þeirra. Öldrunarþjónusta í nærsamfélagi er mannréttindamál. Styrkjum heilbrigðiskerfið okkar, styðjum sveitarfélög til frekari sjálfbærni svo þau fái sjálf að halda utan um fólkið sitt. Mannúð á aldrei að vera sett í excel skjal. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun