Nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Tinni Sveinsson skrifar 9. ágúst 2021 10:15 Erla Björg er nýr ritstjóri fréttastofunnar og Kolbeinn Tumi fréttastjóri allra miðla. Vísir/Vilhelm Erla Björg Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Hún tekur við starfinu af Þóri Guðmundssyni. Kolbeinn Tumi Daðason, sem hefur verið fréttastjóri Vísis síðustu sjö ár, verður fréttastjóri allra miðla fréttastofunnar. „Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
„Við höfum að undanförnu unnið markvisst að því að sameina fréttamiðla fréttastofunnar og ætlum okkur að efla þá enn frekar. Á fréttastofunni starfar einstakur hópur fagfólks sem þau Erla Björg og Kolbeinn Tumi munu leiða. Þeirra hlutverk er að móta áherslur og fréttaflutning miðla okkar til framtíðar. Ég ber mikið traust til þeirra enda eru þau afburða fréttamenn og öflugir stjórnendur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone. „Ég er þakklátur Þóri Guðmundssyni fyrir hans góða starf enda hefur hann leitt fréttastofuna í tæp fjögur ár með sinni miklu reynslu og þekkingu. Hann sýndi styrk sinn þegar sú ákvörðun var tekin fyrr á þessu ári að setja kvöldfréttir Stöðvar 2 í áskrift. Sú aðgerð heppnaðist einstaklega vel með mikilli fjölgun áskrifenda og styrkti þannig rekstargrundvöll fréttastofunnar,“ segir Þórhallur. Endalaus tækifæri Erla Björg, nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur síðustu fimm ár verið fréttamaður Stöðvar 2 og þar af fréttastjóri Stöðvar 2 í tvö ár. Að auki hefur hún verið umsjónarmaður fréttaskýringaþáttarins Kompáss og hlaut blaðamannaverðlaun í fyrra ásamt öðrum Kompásliðum fyrir viðtal ársins. Áður var Erla blaðamaður á Vísi og Fréttablaðinu, var þar m.a. vaktstjóri og umsjónarmaður helgarblaðsins. „Það er mikill heiður að taka við góðu starfi Þóris og leiða þann öfluga hóp sem starfar á fréttastofunni næstu skref. Á fréttstofunni ríkir einstök samheldni, vinnugleði og kraftur. Það er starfsandi sem býður upp á endalaus tækifæri og ég hlakka til að grípa þau,“ segir Erla. Áfram traustar fréttir Kolbeinn Tumi, nýr fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hefur verið fréttastjóri Vísis frá árinu 2014 en hafði starfað árin tvö á undan sem íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu og Vísi og sem lýsandi á Stöð 2 Sport. Vísir hefur í tíð hans sem fréttastjóri orðið mest lesni vefmiðill landsins. Þá á hann að baki tilnefningu til blaðamannaverðlauna fyrir rannsóknarblaðamennsku. „Það hefur verið heiður að starfa með Þóri og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs okkar Erlu. Á fréttastofunni vinnur harðduglegt, hugmyndaríkt og skemmtilegt fagfólk með það að markmiði hvern einasta dag að flytja fólkinu í landinu traustar fréttir. Á því verður engin breyting,“ segir Kolbeinn Tumi. Erla Björg er með BA-próf í stjórnmálafræði og diplóma í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands auk meistaragráðu í menningar- og fagurfræðum frá Háskólanum í Árósum. Erla starfaði meðal annars sem verkefnastjóri hjá Rauða Kross Íslands og kynningarstjóri Forlagsins áður en hún hóf feril sinn í fjölmiðlum fyrir átta árum. Kolbeinn Tumi er með meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands. Hann er auk þess með meistaragráðu í burðarþolsfræði frá University of Washington í Bandaríkjunum og kennsluréttindi í framhaldsskóla. Hann starfaði á verkfræðistofunni EFLU hér heima og Coughlin Porter Lundeen í Seattle áður en hann fékk fjölmiðlabakteríuna fyrir tæpum áratug.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira