Þegar framlínan lendir aftast í röðinni Drífa Snædal skrifar 6. ágúst 2021 14:01 Um það leyti sem landinn elti sólina norður og austur, naut frelsis og takmarkaminni samveru, þá varð enn á ný rof á milli kjara æðstu ráðamanna og almennings. Í janúar síðastliðnum hækkuðu taxtalaun um 24 þúsund krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krónur. Þau sem muna kjarabaráttuna í upphafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækkunum í þriggja og hálfs árs samningi. Grunnhugmyndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launahækkun. Þingmenn undirgangast ekki þessa hugmyndafræði heldur taka hækkunum miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna. Það skilaði sér í 75 þúsund króna hækkun á einu bretti núna í sumar, örfáum árum eftir að laun þingmanna hækkuðu um ein 40%. Enn á ný eru æðstu hópar samfélagsins undanskildir frá því sem um almenning gildir. Það er vert að muna nú í aðdraganda kosninga þar sem áróður um stöðugleika, styrka efnahagsstjórn, réttlæti, samráð og sátt mun dynja á hlustum landans. Samfélagsleg sátt mun aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífsgæðum og aðrir hópar telja sig undanskilda almennum takti. Hætt er við að slík grundvallarmál falli í skuggann af því sem yfirskyggir allt um þessar mundir; baráttan við veiruna. Mikil pólitísk togstreita ríkir um aðgerðir og óljóst hvert stjórnvöld ætla sér. Á meðan fjölgar smitum óhugnanlega en sem betur fer virðast færri veikjast alvarlega þótt aldrei megi gera lítið úr þessari skæðu veiru. Fólk í framlínunni; sem vinnur í verslunum og þjónustu, við umönnun, kennslu og í heilbrigðiskerfinu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þolmörkunum er náð en óvissa um framhaldið er verst. Álagið og afkomuóttinn sem fylgt hefur þessum vágesti er lamandi og því brýnasta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinnandi fólks og aðlaga atvinnuleysistryggingakerfið að sveiflóttum vinnumarkaði í skugga veirunnar. Að því sögðu þá skulum við muna að fagna fjölbreytileikanum í öllum regnbogans litum og vita að barátta fyrir mannréttindum getur borið árangur. Gleðilega hinsegindaga! Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Um það leyti sem landinn elti sólina norður og austur, naut frelsis og takmarkaminni samveru, þá varð enn á ný rof á milli kjara æðstu ráðamanna og almennings. Í janúar síðastliðnum hækkuðu taxtalaun um 24 þúsund krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krónur. Þau sem muna kjarabaráttuna í upphafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækkunum í þriggja og hálfs árs samningi. Grunnhugmyndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launahækkun. Þingmenn undirgangast ekki þessa hugmyndafræði heldur taka hækkunum miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna. Það skilaði sér í 75 þúsund króna hækkun á einu bretti núna í sumar, örfáum árum eftir að laun þingmanna hækkuðu um ein 40%. Enn á ný eru æðstu hópar samfélagsins undanskildir frá því sem um almenning gildir. Það er vert að muna nú í aðdraganda kosninga þar sem áróður um stöðugleika, styrka efnahagsstjórn, réttlæti, samráð og sátt mun dynja á hlustum landans. Samfélagsleg sátt mun aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífsgæðum og aðrir hópar telja sig undanskilda almennum takti. Hætt er við að slík grundvallarmál falli í skuggann af því sem yfirskyggir allt um þessar mundir; baráttan við veiruna. Mikil pólitísk togstreita ríkir um aðgerðir og óljóst hvert stjórnvöld ætla sér. Á meðan fjölgar smitum óhugnanlega en sem betur fer virðast færri veikjast alvarlega þótt aldrei megi gera lítið úr þessari skæðu veiru. Fólk í framlínunni; sem vinnur í verslunum og þjónustu, við umönnun, kennslu og í heilbrigðiskerfinu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þolmörkunum er náð en óvissa um framhaldið er verst. Álagið og afkomuóttinn sem fylgt hefur þessum vágesti er lamandi og því brýnasta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinnandi fólks og aðlaga atvinnuleysistryggingakerfið að sveiflóttum vinnumarkaði í skugga veirunnar. Að því sögðu þá skulum við muna að fagna fjölbreytileikanum í öllum regnbogans litum og vita að barátta fyrir mannréttindum getur borið árangur. Gleðilega hinsegindaga! Höfundur er forseti ASÍ.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun