Justin hjá Morning Chalk Up: Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir brosir í viðtali á heimsleikunum í CrossFit. Skjámynd/Youtube/CrossFit Games Justin LoFranco, hæstráðandi hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up, fer lofsamlegum orðum um bronskonuna Anníe Mist Þórisdóttir eftir frammistöðu hennar á heimsleikunum um helgina. „Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo) CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira
„Ég þekki ekki sögu allra á heimsleikunum en ég veit aftur á móti mikið um sögu Anníe,“ byrjaði Justin LoFranco stuttan pistil sinn um íslensku CrossFit goðsögnina. „Í janúar talaði ég við hana á Zoom til að setja upp það sem seinna varð að tveimur ritgerðum hennar, önnur um vandræðin eftir meðgöngu og hin var opið bréf til litlu dóttur hennar,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Næstu þrjá mánuði þá töluðum við saman eða sendum skilaboð á milli okkar á nokkra vikna fresti til að fínpússa það sem hún vildi segja. Ég held það að segja mér sögu sína og síðan öllum CrossFit heiminum hafi verið geðhreinsandi fyrir hana. Fyrir mig var það heiður að hjálpa henni að segja hana og sú mikla ábyrgð fékk mig til að svitna oftar en einu sinni,“ skrifaði LoFranco. „Anníe er með stærsta brosið í CrossFit heiminum. Hún er full af ljósi og lífi. Ég held að aðdáendur átti sig samt ekki á því hversu erfitt andlega þetta tímabil var fyrir hana. Það er var ekki lítið af sjálfsefa en þessi kona er hörð af sér og sterk, augljóslega líkamlega en andlega líka,“ skrifaði LoFranco. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) „Hún hefur ekki aðeins sannað sig sem hraustasta mamman í heimi heldur hefur hún einnig sýnt kynslóð kvenna að það að verða mamma kallar ekki á neina meðalmennsku. Hún endaði ekki um miðjan hóp. Hún komst á verðlaunapall á sínu fyrsta ári eftir endurkomuna. Hún var nálægt því að vinna Tiu í snöruninni. Hún var aðeins ein af sex sem hétu ekki Tia og tókst að vinna grein,“ skrifaði LoFranco. „Hún var sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika. Hún var sú fyrsta til að komast á verðlaunapall eftir barneign. Það hefur enginn, karla eða kona, keppt lengur en hún. Hún hefur unnið næstflestar greinar í sögu heimsleikanna. Þessi 31 árs gamla er enn að stika sína leið,“ skrifaði LoFranco eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Justin LoFranco (@chalkupjlo)
CrossFit Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Sjá meira