Vill áfengi og jakkaföt áður en afvopnunarviðræður hefjast aftur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:13 Kim Jong-un er ekki sagður sá eini sem þrái hágæðaáfengi og fín jakkaföt, heldur elítan í höfuðborginni öll. AP/Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu Norður-Kórea vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði aflétt svo ríkið geti hafið útflutning málma og innflutning hreinsaðrar olíu, áður en viðræður um kjarnorkuafvopnun við Bandaríkin hefjast. Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Þá hefur ríkið krafist þess að innflutningsbanni á lúxusvörum verði aflétt svo ríkið geti flutt inn fínt áfengi og föt. Þetta sagði Park Jie-won yfirmaður leyniþjónustu Suður-Kóreu í tilkynningu í morgun. Fyrir viku síðan tókst ríkjunum að koma samskiptaleiðum sínum aftur í lag eftir að þær höfðu legið niðri í meira en ár, eftir að Norður-Kórea ákvað að samskipti milli ríkjanna ættu ekki rétt á sér. Talið er að þetta skref merki að norðrið sé orðið tilbúnara til aukinna samskipta. „Forsenda þess að viðræður hefjist aftur, krefst Norður-Kórea þess að Bandaríkin leyfi útflutning málma og innflutning hreinsaðra olíuvara og annarra nauðsynja,“ er haft eftir Ha Tae-keung, nefndarmanni í leyniþjónustunefnd suðurkóreska þingsins, í frétt Reuters. „Ég spurði hvaða nauðsynjavörur þau vilji helst og þau sögðust helst vilja hágæða áfengi og jakkaföt, ekki bara fyrir Kim Jong Un einan heldur til að dreifa meðal elítunnar í Pyongyang,“ sagði hann. Norður-Kórea hefur lengi verið beitt viðskiptaþvingunum af alþjóðasamfélaginu og eru í gildi þvinganir á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorku- og vopnatilrauna ríkisins. Norður-Kórea hefur gert sex kjarnorkutilraunir frá árinu 2006 og ítrekað skotið upp langdrægum flugskeytum, sem til dæmis kæmust yfir Kyrrahafið. Þá hafa Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sett aukalegar þvinganir á Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Kjarnorka Tengdar fréttir Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14 Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01 Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sjá meira
Xi og Kim heita nánari samvinnu Xi Jinping og Kim Jong Un, ráðendur Kína og Norður-Kóreu, hafa heitið því að auka samvinnu ríkjanna. Það gerðu þeir í skilaboðum sem þeir sendu hvorum öðrum á dögunum. Í skilaboðum til Xi sagði Kim að náið samband Norður-Kóreu og Kína væri nauðsynlegt í ljósi óvinveittra erlendra afla. 10. júlí 2021 23:14
Engin bóluefni í Norður-Kóreu, þrátt fyrir ítrekuð boð Rússar hafa boðist til að senda skammta af bóluefninu Spútnik 5 til Norður-Kóreu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt boð berst til Norður-Kóreu en Rússar hafa til að mynda boðið einræðisríkinu bóluefni áður. 8. júlí 2021 11:01
Ákúrur Kim kveikja áhyggjur af faraldri í Norður-Kóreu Kimg Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði hátt setta embættismenn fyrir örlagarík mistök í að kom í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem hafi valdið „miklu neyðarástandi“. Orð Kim eru talin vísbending um að veiran leiki landið nú grátt. 30. júní 2021 12:14