Anníe Mist kom grátandi í mark og grætti nær alla í salnum í viðtalinu á eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir í vitðalinu strax eftir að hún hafði tryggt sér bronsið. Skjámynd/Youtube Anníe Mist Þórisdóttir tókst að komast á verðlaunapall á heimsleikunum þegar minna en ár var liðið frá því að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það er óhætt að segja að Anníe hafi stolið athyglinni á lokakafla heimsleikanna með frábærum endaspretti sínum. Anníe Mist og hin norska Kristin Holte voru jafnar í þriðja sætinu fyrir lokagreinin eftir að Anníe hafði unnið upp forskot Holte hægt og rólega allan lokadaginn. Anníe sýndi síðan mikinn andlegan styrk sinn með því að ná þriðja sætinu í lokagreininni og tryggja sér um leið bronsið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það fór ekkert framhjá neinum að Anníe var í miklu uppáhaldi í salnum og eins og vanalega þá olli hún engum vonbrigði með keppnishörku, gleði sinni og einstakri útgeislun. Þegar þú vinnur þá kemur þú vanalega hoppandi kát eða kátur í mark en tilfinningaflæðið fór eiginlega með íslensku goðsögnina á þessari mögnuðu stundu. Anníe Mist Þórisdóttir hágrét eftir að hún kom í markið enda búinn að ná ótrúlegum árangri með því að vinna sig upp í þriðja sætið.Skjámynd/Youtube Anníe Mist kom nefnilega grátandi í mark í lokagreininni þá búin að átta sig á því að bronsverðlaunin væru hennar. Það er líka óhætt að segja að mjög tilfinningaríkar mínútur hafi farið í gang í framhaldinu. Anníe var fljótlega tekin í viðtal og hún grætti þar nær alla í salnum og þá sem heima sátu. Það fór ekkert á milli mála hversu mikið þetta ár hafði reynt á hana og hversu ánægð hún var með þennan frábæran árangur. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi hjá mér en ég trúði þessu eiginlega ekki. Jú ég hef unnið heimsleikana tvisvar sinnum og það toppar ekkert það að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Það var líka mjög tilfinningarík stund þegar ég kom til baka eftir bakaðgerðina,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu í útsendingu CrossFit samtakanna en það var tekið eftir lokagreinina. Anníe brotnaði svo eiginlega niður. „Ég ætlaði ekki eiginlega ekki að vera hér af því að ég hélt að ég væri ekki samkeppnishæf en svo komst ég á pallinn,“ sagði Anníe Mist grátandi. „Þetta hefur líklega verið erfiðasta árið á ævi minni en á sama tíma eitt af bestu árunum mínum. Svo takk fyrir allir, þið eruð frábær. Ég valdi svo sannarlega réttu íþróttagreinina,“ sagði Anníe. Hún var spurð út í mikilvægi þess að vera fyrirmynd fyrir dóttur sína Freyju Mist. „Það mikilvægasta fyrir mig var að fara á leikana. Ég skuldaði sjálfri mér það og þó að engin muni fara að kenna sjálfum sér um það þá vildi ég ekki líta til baka og þurfa að segja henni að ég hafi ekki getað keppa af því að ég vildi ekki fara frá henni. Ég vildi vera sterk fyrirmynd og við öll skuldum okkur það að geta okkar besta í því sem við gerum. Við eigum alltaf að reyna,“ sagði Anníe. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist koma í mark og svo viðtalið við hana enn neðar. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Anníe Mist og hin norska Kristin Holte voru jafnar í þriðja sætinu fyrir lokagreinin eftir að Anníe hafði unnið upp forskot Holte hægt og rólega allan lokadaginn. Anníe sýndi síðan mikinn andlegan styrk sinn með því að ná þriðja sætinu í lokagreininni og tryggja sér um leið bronsið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Það fór ekkert framhjá neinum að Anníe var í miklu uppáhaldi í salnum og eins og vanalega þá olli hún engum vonbrigði með keppnishörku, gleði sinni og einstakri útgeislun. Þegar þú vinnur þá kemur þú vanalega hoppandi kát eða kátur í mark en tilfinningaflæðið fór eiginlega með íslensku goðsögnina á þessari mögnuðu stundu. Anníe Mist Þórisdóttir hágrét eftir að hún kom í markið enda búinn að ná ótrúlegum árangri með því að vinna sig upp í þriðja sætið.Skjámynd/Youtube Anníe Mist kom nefnilega grátandi í mark í lokagreininni þá búin að átta sig á því að bronsverðlaunin væru hennar. Það er líka óhætt að segja að mjög tilfinningaríkar mínútur hafi farið í gang í framhaldinu. Anníe var fljótlega tekin í viðtal og hún grætti þar nær alla í salnum og þá sem heima sátu. Það fór ekkert á milli mála hversu mikið þetta ár hafði reynt á hana og hversu ánægð hún var með þennan frábæran árangur. „Ég veit eiginlega ekki hvað var í gangi hjá mér en ég trúði þessu eiginlega ekki. Jú ég hef unnið heimsleikana tvisvar sinnum og það toppar ekkert það að vinna heimsleikana í fyrsta sinn. Það var líka mjög tilfinningarík stund þegar ég kom til baka eftir bakaðgerðina,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu í útsendingu CrossFit samtakanna en það var tekið eftir lokagreinina. Anníe brotnaði svo eiginlega niður. „Ég ætlaði ekki eiginlega ekki að vera hér af því að ég hélt að ég væri ekki samkeppnishæf en svo komst ég á pallinn,“ sagði Anníe Mist grátandi. „Þetta hefur líklega verið erfiðasta árið á ævi minni en á sama tíma eitt af bestu árunum mínum. Svo takk fyrir allir, þið eruð frábær. Ég valdi svo sannarlega réttu íþróttagreinina,“ sagði Anníe. Hún var spurð út í mikilvægi þess að vera fyrirmynd fyrir dóttur sína Freyju Mist. „Það mikilvægasta fyrir mig var að fara á leikana. Ég skuldaði sjálfri mér það og þó að engin muni fara að kenna sjálfum sér um það þá vildi ég ekki líta til baka og þurfa að segja henni að ég hafi ekki getað keppa af því að ég vildi ekki fara frá henni. Ég vildi vera sterk fyrirmynd og við öll skuldum okkur það að geta okkar besta í því sem við gerum. Við eigum alltaf að reyna,“ sagði Anníe. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist koma í mark og svo viðtalið við hana enn neðar.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira