Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til. Strax í fyrstu setningu fréttarinnar segir „Meðal bólusettra Bandaríkjamanna, sem sýkst hafa af kórónuveirunni, hafa 99,999% hvorki þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda né látist úr veirunni.“ [feitletrun höfundar]. Þetta væri ansi merkileg tala ef sönn væri. Hið rétta er að þetta er hlutfall alls bólusetts Bandaríkjafólks, alls óháð því hvort það hefur sýkst eða ekki. Innskotið „sem sýkst hafa af kórónuveirunni“ gjörbreytir merkingu setningarinnar. Í næstu málsgrein segir „Bandaríska sóttvarnastofnunin hafði, þann 26. júlí, skráð hátt í 6.600 alvarleg veikindi af völdum COVID-19-sýkingar þar í landi. Þeirra á meðal voru 6.239 sjúkrahúsinnlagnir og 1.263 andlát.“ Þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem muna að í Bandaríkjunum hafa rúmlega 610 þúsund látist af völdum Covid. Enda kemur á daginn að um er að ræða fjölda alvarlegra veikra sem hafa verið skráð á meðal bólusettra í Bandaríkjunum síðan bólusetningar hófust – 6.600 alls. Þá segir í fréttinni „Með því að rýna í ofangreinda tölfræði og deila fjölda alvarlegra tilfella með fjölda bólusettra í Bandaríkjunum komst sóttvarnastofnun að eftirfarandi: aðeins 0,004% fullbólusettra fengu alvarleg einkenni og þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda. Þá var 0,001% þeirra sem létust af völdum kórónuveirunnar bólusett eða 99,999% óbólusett.“ Fyrri hluta málsgreinarinnar má lesa þannig, eins og satt er, að hingað til hafa aðeins 0,004% fullbólusettra í Bandaríkjunum veikst svo illa af covid að þau hafa þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. En seinni hlutinn, þar sem fullyrt er að 0,001% dauðsfalla hafi verið á meðal bólusettra, er rangur. Til þess að þessi fullyrðing stæðist – 0,001% er 1 af hverjum 100.000 – þá mættu aðeins sex til sjö af þeim 610 þúsund í Bandaríkjunum sem hafa látist af völdum veirunnar til þessa hafa verið fullbólusettir einstaklingar. Hið rétta er að hingað til hefur 0,001% fullbólusettra í BNA látist af völdum Covid, á meðan 99,999% hafa ekki gert það. Góðar tölur, en ansi langt frá því sem haldið er fram í fréttinni. Í umfjöllun CNN, sem vísað er í á RÚV.is, er greint frá því að meira en 90% smita og 95% alvarlegra veikinda og dauðsfalla í öllum fylkjum Bandaríkjanna í dag eru á meðal óbólusettra einstaklinga, og raunar er hlutfallið víðast hvar nær 98%. Þar sem aðeins um helmingur bandarísku þjóðarinnar hefur þegið bólusetningu sýna þessar tölur fram á ótvíræða gagnsemi bóluefnanna. Ef 95% sjúkrahúsinnlagna eru á meðal óbólusettra jafngildir það tuttugufalt hærri tíðni á meðal óbólusettra en bólusettra, en fimmtíufalt hærri tíðni ef það eru 98%. Þegar litið er til þess að bólusetningarhlutfallið er hæst meðal fólks sem er í áhættuhóp vegna aldurs og undirliggjandi sjúkdóma er ávinningurinn enn augljósari. Einstaklingar sem hafa kosið að láta bólusetja sig voru að meðaltali í meiri hættu en þeir sem kusu að sleppa því, en nú er því þveröfugt farið, þrátt fyrir öra útbreiðslu Delta-afbrigðisins í Bandaríkjunum. Það er mikilvægt að halda á lofti góðum fréttum í baráttunni við covid. En í upplýsingaóreiðunni sem fylgir faraldrinum þarf að vanda til verka, ekki síður þegar fréttirnar eru góðar. Höfundur er lektor í faraldsfræði við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun