Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2021 19:17 Krystsina Tsimanouskaya mun ekki bera fána Hvíta-Rússlands á Ólympíuleikunum í Tókýó. Ivan Romano/Getty Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. „Ég ætla ekki aftur til Hvíta-Rússlands,“ segir Tsimanouskaya, sem átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á morgun en hefur verið tekin úr ólympíuliði Hvíta-Rússlands. Hún segir að ástæða þess sé að hún gagnrýndi ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. „Það er pressa á mér, þeir eru að reyna að koma mér út úr landinu án míns samþykkis. Ég bið Alþjóðaólympíunefndina að blanda sér í málið,“ sagði Tsimanouskaya. Alþjóðaólympíunefndin sagði í færslu á Twitter að rætt hefði verið við Tsimanouskaya og að hún sé núna í fylgd yfirvalda á Haneda flugvelli og starfsmanni Ólympíuleikanna í Tokýó. The IOC and Tokyo 2020 have spoken to Krystsina Tsymanouskaya directly tonight. She is with the authorities at Haneda airport and is currently accompanied by a staff member of Tokyo 2020. She has told us that she feels safe. /1— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2021 Tsimanouskaya segir ákvörðunina um að hún skyldi keppa í boðhlaupi hafa verið tekna vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún segir jafnframt að hún hafi verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
„Ég ætla ekki aftur til Hvíta-Rússlands,“ segir Tsimanouskaya, sem átti að keppa í 200 metra spretthlaupi á morgun en hefur verið tekin úr ólympíuliði Hvíta-Rússlands. Hún segir að ástæða þess sé að hún gagnrýndi ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. „Það er pressa á mér, þeir eru að reyna að koma mér út úr landinu án míns samþykkis. Ég bið Alþjóðaólympíunefndina að blanda sér í málið,“ sagði Tsimanouskaya. Alþjóðaólympíunefndin sagði í færslu á Twitter að rætt hefði verið við Tsimanouskaya og að hún sé núna í fylgd yfirvalda á Haneda flugvelli og starfsmanni Ólympíuleikanna í Tokýó. The IOC and Tokyo 2020 have spoken to Krystsina Tsymanouskaya directly tonight. She is with the authorities at Haneda airport and is currently accompanied by a staff member of Tokyo 2020. She has told us that she feels safe. /1— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2021 Tsimanouskaya segir ákvörðunina um að hún skyldi keppa í boðhlaupi hafa verið tekna vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún segir jafnframt að hún hafi verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hvíta-Rússland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira