Westbrook sagður á leið til Lakers Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 22:31 Westbrook hefur verið hjá Washington Wizards síðastliðið ár. Scott Taetsch/Getty Images Leikstjórnandinn Russell Westbrook er sagður á leið til Los Angeles Lakers í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta. Adrian Wojnarowski, fréttamaður á ESPN, sem er talinn á meðal þeirra áreiðanlegri þegar kemur að málum tengdum NBA-deildinni greinir frá því á Twitter-síðu sinni að Lakers sé nálægt því að ganga frá skiptum Westbrook til liðsins. Hann segir að þeir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope fari í skiptum til Washington Wizards auk valrétts í fyrstu umferð í nýliðavalinu á þessu ári. Möguleg skipti Westbrooks til Lakers hafa verið í deiglunni síðustu daga en Wojnarowski segir skiptin vera langt komin. The Lakers are near a deal to acquire Washington's Russell Westbrook for Kyle Kuzma, Montrezl Harrell, Kentavious Caldwell-Pope and a 2021 first-round pick, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 29, 2021 Westbrook, sem er 32 ára gamall, kom til Wizards í fyrra eftir eina leiktíð með Houston Rockets. Áður lék hann við góðan orðstír hjá Oklahoma City Thunder árin 2008 til 2019. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2017 og hefur níu sinnum verið í stjörnuliðinu. Lakers lenti í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og féll út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir Phoenix Suns, 4-2, en Suns fóru alla leið í úrslit hvar þeir töpuðu fyrir meisturum Milwaukee Bucks. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Adrian Wojnarowski, fréttamaður á ESPN, sem er talinn á meðal þeirra áreiðanlegri þegar kemur að málum tengdum NBA-deildinni greinir frá því á Twitter-síðu sinni að Lakers sé nálægt því að ganga frá skiptum Westbrook til liðsins. Hann segir að þeir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope fari í skiptum til Washington Wizards auk valrétts í fyrstu umferð í nýliðavalinu á þessu ári. Möguleg skipti Westbrooks til Lakers hafa verið í deiglunni síðustu daga en Wojnarowski segir skiptin vera langt komin. The Lakers are near a deal to acquire Washington's Russell Westbrook for Kyle Kuzma, Montrezl Harrell, Kentavious Caldwell-Pope and a 2021 first-round pick, sources tell ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 29, 2021 Westbrook, sem er 32 ára gamall, kom til Wizards í fyrra eftir eina leiktíð með Houston Rockets. Áður lék hann við góðan orðstír hjá Oklahoma City Thunder árin 2008 til 2019. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2017 og hefur níu sinnum verið í stjörnuliðinu. Lakers lenti í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og féll út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fyrir Phoenix Suns, 4-2, en Suns fóru alla leið í úrslit hvar þeir töpuðu fyrir meisturum Milwaukee Bucks. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins