Rúnar Már skoraði og lagði upp er Cluj fór áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 19:30 Rúnar Már var að skora sitt annað mark í forkeppni Meistaradeildarinnar í ár. Flaviu Buboi/NurPhoto via Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson skoraði eitt og lagði upp annað er lið hans Cluj frá Rúmeníu fór áfram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kjölfar sigurs á Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í kvöld. Cluj hafði unnið fyrri leik liðanna í Gíbraltar 2-1 og var því með yfirhöndina fyrir síðari leikinn í Rúmeníu í kvöld. Mike Cestor kom Cluj yfir á 18. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Rúnari Má. 1-0 stóð í hléi en Rúnar Már skoraði sjálfur á 58. mínútu til að tryggja 2-0 sigur Cluj. Cluj vann því samanlagðan 4-1 sigur og er komið áfram í næstu umferð forkeppninnar. Rúnar var að skora sitt annað mark í forkeppninni en hann skoraði einnig gegn Borac Banja Luka frá Bosníu í umferðinni á undan. Cluj mætir annað hvort Slovan Bratislava frá Slóvakíu eða Young Boys frá Sviss í næstu umferð. Þau skildu jöfn 0-0 í fyrri leik sínum í Slóvakíu en síðari leikurinn fer fram í Sviss í kvöld. Ögmundur og Mikael ekki á skýrslu Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos sem komst áfram eftir 1-0 útisigur á Neftchi frá Aserbaísjan. Olympiakos vann samanlagt 3-0. Hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis var í marki gríska liðsins og tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem kom nýverið frá Sevilla, var varamarkvörður. Vera má að Ögmundur sé á förum frá gríska liðinu fyrst hann kemst ekki í leikmannahóp þess. Mikael Anderson var þá ekki í hópi Midtjylland sem mætti Celtic. Sá leikur stendur enn yfir. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Cluj hafði unnið fyrri leik liðanna í Gíbraltar 2-1 og var því með yfirhöndina fyrir síðari leikinn í Rúmeníu í kvöld. Mike Cestor kom Cluj yfir á 18. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Rúnari Má. 1-0 stóð í hléi en Rúnar Már skoraði sjálfur á 58. mínútu til að tryggja 2-0 sigur Cluj. Cluj vann því samanlagðan 4-1 sigur og er komið áfram í næstu umferð forkeppninnar. Rúnar var að skora sitt annað mark í forkeppninni en hann skoraði einnig gegn Borac Banja Luka frá Bosníu í umferðinni á undan. Cluj mætir annað hvort Slovan Bratislava frá Slóvakíu eða Young Boys frá Sviss í næstu umferð. Þau skildu jöfn 0-0 í fyrri leik sínum í Slóvakíu en síðari leikurinn fer fram í Sviss í kvöld. Ögmundur og Mikael ekki á skýrslu Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos sem komst áfram eftir 1-0 útisigur á Neftchi frá Aserbaísjan. Olympiakos vann samanlagt 3-0. Hinn 18 ára gamli Konstantinos Tzolakis var í marki gríska liðsins og tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Tomas Vaclik, sem kom nýverið frá Sevilla, var varamarkvörður. Vera má að Ögmundur sé á förum frá gríska liðinu fyrst hann kemst ekki í leikmannahóp þess. Mikael Anderson var þá ekki í hópi Midtjylland sem mætti Celtic. Sá leikur stendur enn yfir.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira