Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2021 08:40 Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar. Vísir Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. „Fjölskylda Johns vill þakka fyrir þann hlýhug, stuðning og umhyggju sem okkur hefur verið sýnd undanfarna mánuði og við viljum ítreka innilegar þakkir okkar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo,“ segir Lína Móey, ekkja Johns Snorra, í fréttatilkynningu sem barst í morgun. Í tilkynningunni segir að það sé alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkamsleifum þeirra niður af fjallinu, en aðstæður á K2 eru mjög erfiðar. Það sé mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slíkum aðgerðum verði tryggt ef tekin verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Elia Saikaly, sem er á K2, er staðsetning Johns og Ali fyrir ofan hinn svokallaða flöskuháls á K2, á meðan staðsetning Juan er mun nærri búðum 4. Miðað við aðstæður eru sterkar vísbendingar um að þeir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. Persónulegir munir, myndavélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerðist þennan afdrifaríka dag og meðal annars svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2. Stjórn þeirrar rannsóknar verður einnig á hendi pakistanskra yfirvalda og munu allar upplýsingar um niðurstöður koma frá þeim. Pakistan John Snorri á K2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Fjölskylda Johns vill þakka fyrir þann hlýhug, stuðning og umhyggju sem okkur hefur verið sýnd undanfarna mánuði og við viljum ítreka innilegar þakkir okkar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo,“ segir Lína Móey, ekkja Johns Snorra, í fréttatilkynningu sem barst í morgun. Í tilkynningunni segir að það sé alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkamsleifum þeirra niður af fjallinu, en aðstæður á K2 eru mjög erfiðar. Það sé mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slíkum aðgerðum verði tryggt ef tekin verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Elia Saikaly, sem er á K2, er staðsetning Johns og Ali fyrir ofan hinn svokallaða flöskuháls á K2, á meðan staðsetning Juan er mun nærri búðum 4. Miðað við aðstæður eru sterkar vísbendingar um að þeir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. Persónulegir munir, myndavélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerðist þennan afdrifaríka dag og meðal annars svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2. Stjórn þeirrar rannsóknar verður einnig á hendi pakistanskra yfirvalda og munu allar upplýsingar um niðurstöður koma frá þeim.
Pakistan John Snorri á K2 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira