Óvæntur 18 ára meistari, langþráður heimasigur og systur settu heimsmet Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 09:46 Hafnaoui var áttundi í undanrásum og vann því óvæntan sigur. Jean Catuffe/Getty Images Nóg var um að vera í sundinu á öðrum degi Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. 18 ára Túnisbúi vann gull og áströlsk sveit setti heimsmet. Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui átti frábært sund í úrslitum 400 metra skriðsunds í Japan í nótt. Eftir að hafa verið áttundi í undanrásum kom hann, sá og sigraði í úrslitasundinu þar sem lengi vel var útlit fyrir að ungi maðurinn ætlaði að setja heimsmet. Það dró aðeins af honum í seinni hluta 400 metra sundsins en þó kom hann fyrstur í bakkann á tímanum 3:43,36 mínútum, 16 hundraðshlutum úr sekúndu á undan Ástralanum Jack McLoghlin sem hlaut silfur. Hafnaoui er aðeins fjórði Túnisinn til að vinna til gullverðlauna á Ólympíuleikunum og annar sundmaðurinn til þess, á eftir Oussama Mellouili sem hlaut gull í 1500m skriðsundi karla í Peking 2008. Missti af Ríó en vann á heimavelli Kom sterk til baka.Jean Catuffe/Getty Images Í sömu grein í kvennaflokki vann hin japanska Yui Ohashi nokkuð öruggan sigur er hún kom í mark á 4:32,08 mínútum. Hinar bandarísku Emma Weyant og Hali Flickinger komu næstar og hlutu silfur og brons. Ohashi varð veik í aðdraganda leikanna í Ríó 2016 og sagði í kjölfar sundsins að hún hefði unnið að þessum draumi undanfarin fimm ár, sérstaklega sætt væri að vinna gullið á heimavelli. Fyrsta heimsmetið til þessa Fyrsta heimsmetið til þessa.Xavier Laine/Getty Images Sveit Ástralíu í 4x100 metra skirðsundi setti þá fyrsta heimsmet leikanna í Tókýó í nótt. Emma McKeon, Meg Harris og systurnar Bronte og Cate Campbell mönnuðu sveit Ástralíu sem synti á 3:29,69 mínútum og bættu fyrra með 36 hundraðhluta úr sekúndu. Ástralía átti fyrra met, sem sett var á Samveldisleikunum 2018. Kanada hlaut silfur í greininni en Bandaríkin brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira