Pelé hrósaði Mörtu fyrir að hvetja milljónir um heim allan og skapa betri heim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 14:30 Marta fékk mikið hrós frá samlanda sínum Pelé eftir að skora á sínum fimmtu Ólympíuleikum. Pablo Moranoy/Getty Images Brasilíska goðsögnin Pelé hrósaði samlöndu sinni Mörtu fyrir þá hvatningu sem hún veitir fólki um heim allan. Marta er af mörgum talin ein albesta knattspyrnu heims og jafnvel frá upphafi. Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Hin 35 ára gamla Marta Vieira da Silva skoraði tvö af fimm mörkum Brasilíu í þægilegum 5-0 sigri á Kína í gær er þjóðirnar hófu leik á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan að þessu sinni. Marta hefur nú skorað 111 mörk í 160 leikjum fyrir Brasilíu. Þá voru þetta fimmtu Ólympíuleikarnir sem hún skorar á en það er met. Uppskar hún í kjölfarið mikið hrós frá hinum áttræða Edson Arantes do Nascimento, Pelé, en hann birti hugljúfa færslu á Instagram-síðu sinni eftir leikinn. „Hæ Marta. Þú ert eflaust sofandi núna þar sem þú ert hinum megin á hnettinum. Ég vona að þig dreymi það sem þú áorkaðir fyrir aðeins nokkrum klukkutímum. Talandi um drauma, hversu marga slíka heldur þú að þú hafir haft áhrif á í nótt?“ „Afrek þín eru svo miklu meira en persónuleg met. Þetta augnablik hvetur milljónir íþróttafólks um heim allan. Til hamingju með uppgang þinn og arfleið. Til hamingju, þú ert miklu meira en knattspyrnukona. Þú hefur hjálpað til við að byggja betri heim með hæfileikum þínum. Heim þar sem konur fá meira pláss,“ segir í færslu Pelé á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Marta er eflaust hvergi nærri hætt en þrátt fyrir að skora á fimm Ólympíuleikum hefur þessi magnaði framherji aldrei staðið uppi sem sigurvegari. Tvívegis hefur þurft að lúta í gras í úrslitum. Hver veit nema það breytist í sumar.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira