Grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur kennd við IESE í Barcelona Guðrún Erla Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2021 12:00 Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á heimsvísu er vöxtur í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum, sem geta verið í formi hlutafjár- eða skuldabréfakaupa. Orkuveita Reykjavíkur, sem var fyrsta íslenska fyrirtækið til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði hér á landi, gekkst í fyrra fyrir fundi um græn skuldabréf. Fundurinn var fjölsóttur og endurspeglaði vaxandi áhuga á þessari tegund fjármögnunar. Aðal fyrirlesari fundarins var Dr. Ahmad A. Rahnema, sem er einn fremsti sérfræðingur heims á sviði fjármögnunar fyrirtækja og prófessor við alþjóðlega viðskiptaháskólanna IESE í Barcelona. Í erindi Dr. Rahnema kom fram að mikill vöxtur er í samfélagslega ábyrgum fjárfestingum um heim allan. Samkvæmt tölum sem Dr. Rahnema kynnti á fundinum fyrir rúmu ári nam vöxtur samfélagslega ábyrgra fjárfestinga á árunum 2018-2019 um helmingi í Kanada, þriðjungi í Bandaríkjunum, en hátt í fjórföldun í Ástralíu. Vöxturinn í Evrópu var minni, en þar er talið að nú þegar sé meira en helmingur allra eignastýrðra fjárfestinga byggður á fleiri en fjárhagslegum sjónarmiðum. Dr. Ahmad sagði einnig frá því á þessum sama fundi að unnið væri að gerð raundæmis (e.case study) sem byggir á reynslu og frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur sem leiddi til þess að fyrirtækið var hið fyrsta hér á landi til að bjóða græn skuldabréf í opnu útboði. Raundæmið hefur þegar litið dagsins ljós og er nú nýtt við kennslu við IESE viðskiptaháskólann í Barcelona sem og við Háskóla Íslands. Á næstu mánuðum verður hægt að nálgast raundæmið um Orkuveitu Reykjavíkur rafrænt í gagnagrunni Harvard og verður þá hægt að nýta það við kennslu í háskólum á heimsvísu. Hvernig er hægt að greiða leið útgáfu grænna skuldabréfa? Sú spurning vaknaði hvaða þættir það voru sem kveiktu frumkvæði Orkuveitu Reykjavíkur í útgáfu grænna skuldabréfa á sínum tíma, enda vöxtur samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga í Evrópu minni en t.a.m. í Kanada. Leitað var svara og úr varð fræðigrein, sem byggir á rannsókn, sem birtist á dögunum í ritrýnda tímaritinu Sustainability. Höfundar greinarinnar eru doktorsneminn Guðrún Erla Jónsdóttir við HÍ, Dr. Þröstur Olaf Sigurjonsson við HÍ og CBS, Dr. Ahmad Rahnema Alavi við IESE og Joardan Mitchell sérfræðingur við Royal Bank of Canada. Greinin ber yfirskriftina „Applying Responsible Ownership to Advance SDGs and the ESG Framework, Resulting in the Issuance of Green Bonds“ og má nálgast í heild sinni hér. Fræðilegt framlag umræddrar rannsóknar er að tengja saman stjórnarhætti, sjálfbærni og hagsmunaaðilakenningu með því að fjalla um tiltekinn þátt ábyrgs eignarhalds: þ.e. eigendastefnu. Nýlunda rannsóknarinnar byggir á athugun á innleiðingu eigendastefnu (í þessu tilfelli eigendastefnu OR) sem stjórnháttatækis til samstilltra aðgerða og ábyrgs eignarhalds, í því skyni að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðleg ESG viðmið umhverfis, samfélags og stjórnarhátta við skýrslugjöf. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að innleiðing eigendastefnu styrkti nálgun fyrirtækisins í garð heimsmarkmiðanna og ESG skýrslugjafar, sem svo ruddi brautina að jákvæðum ávinningi : í þessu dæmi útgáfu grænna skuldabréfa. Framlag rannsóknarinnar byggir á þeirri tilgátu að eigendastefna sé mikilvægur hlekkur í því að styrkja hringrás; Hringrás sem snýr að því hvernig eigendastefna styrkir ábyrgt eignarhald - hvernig skýrt framsett eigendastefna getur fyrirbyggt umboðsvanda og samstillt hagsmunaaðila - og gerir skuldbindingu eigenda við umhverfi, samfélag og stjórnarhætti gagnsæja- og getur leitt af sér jákvæðan ávinning sem styrkist frekar með stefnumiðaðri ákvarðanatöku sem byggir á eigendastefnu. Höfundur er stefnustjóri OR og doktorsnemi við HÍ.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun