Viðurkennir mistök í fyrsta sinn og opnað á netið á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 09:46 Frá mótmæltum gegn Miguel Díaz-Canel og kommúnistastjórn Kúbu í Miami í Bandaríkjunum. Getty/Joe Raedle Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, viðurkenndi að ríkisstjórn sín hefði ekki haldið rétt á spöðunum varðandi skort á eyjunni og önnur vandamál sem hafa leitt til stærstu mótmæla Kúbu í mörg ár. Mótmælendur komu fyrst saman á sunnudaginn en öryggissveitir Kúbu hafa tekið á mótmælendum með hörku. Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum. Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Díaz-Canel hélt sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann hvatt íbúa Kúbu til að ganga ekki fram af hatri. Þá viðurkenndi hann mistök en hingað til hafa ráðamenn á Kúbu eingöngu kennt samfélagsmiðlum og Bandaríkjunum um mótmælin. „Við höfum öðlast reynslu af óróanum. Við þurfum einnig að rannsaka nánar vandamál okkar til að bregðast við þeim, leysa þau og koma í veg fyrir að þau gerist aftur,“ sagði forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ekki er búið að gefa út hve margir hafa verið handteknir vegna mótmælanna en þeir eru þó taldir vera nokkuð margir. Innanríkisráðuneytið hefur sagt að flestir hinna handteknu séu á aldrinum 25 til 37 og verði ákærðir fyrir glæpi eins og upphlaup á almannafæri, rán og skemmdarverk. Minnst einn mótmælandi er dáinn. Sjá einnig: Einn látinn í óeirðunum á Kúbu Meðal þeirra sem voru handtekin er Dina Stars, sem er nokkuð vinsæl á Youtube. Hún var handtekinn á meðan hún var í beinni útsendingu á spænskri fréttastöð. Efnahagsástandið á Kúbu hafi ekki verið svo slæmt síðan Sovétríkin féllu í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Þessi vandræði eru að miklu leyti til komin vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð kommúnistastjórnar Kúbu en sömuleiðis vegna slæmrar meðhöndlunar ráðamanna og gífurlegrar fækkunar ferðamanna á Kúbu, sem hefur lengi verið einn helsta auðlind ríkisins. Hagstofa Kúbu segir ferðamönnum hafa fækkað um nærri því níutíu prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Verðbólga hefur hækkað um einhver 500 prósent. Meðal þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til er að yfirvöld á Kúbu hafa fellt niður tolla á matvæli, lyf og aðrar nauðsynjar. Sú niðurfelling tekur gildi á næsta mánudag og er tímabundin. Lög Kúbu segja til um að ferðamenn megi koma með allt að tíu kíló af lyfjum til landsins án þess að greiða tolla. Þeir mega hins vegar ekki koma flytja mat og snyrtivörur inn án þess að greiða tolla. BBC segir óljóst hvaða áhrif þessar breytingar muni hafa, sérstaklega þar sem mjög fáir séu að ferðast til Kúbu um þessar myndir, vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Þá var opnað á internetið aftur á Kúbu í gærkvöldi en enn er þó lokað á aðgang að einhverjum samfélagsmiðlum.
Kúba Tengdar fréttir Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31 Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Forseti Kúbu segir Bandaríkin ábyrg fyrir mótmælum Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, ávarpaði þjóð sína í morgun og sagði mótmælin sem hófust um helgina vera skipulagða aðför að kúbverskum stjórnvöldum. Þá sagði hann mótmælin studd af bandarískum yfirvöldum og keyrð áfram á samfélagsmiðlum. 12. júlí 2021 23:31
Fjölmenn mótmæli á Kúbu Þúsundir þustu út á götur helstu borga og bæja á Kúbu um helgina til að mótmæla ríkisstjórn landsins og er talað um fjölmennustu mótmæli í kommúnistaríkinu í áraraðir. Fólkið hrópaði „niður með einræðisstjórnina“ og lögregla mætti mótmælendum með táragasi og kylfum. 12. júlí 2021 07:59