Mikið tekjutap að missa aðganginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:38 Valdimar Óskarsson er framkvæmdastjóri Syndis. Kristín Pétursdóttir er einn áhrifavaldanna sem lenti í klóm tölvuþrjótsins. Samsett Áhrifavaldur sem varð fyrir barðinu á erlendum tölvuþrjóti segir árásina gríðarlegt áfall. Netöryggissérfræðingur segir málið afar sérstakt og telur mögulegt að einhver hér á landi hafi greitt þrjótinum fyrir árásina. Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“ Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Síðan á sunnudag hafa um tuttugu helstu áhrifavaldar landsins glatað aðgangi að Instagram-reikningum sínum. Tölvuþrjóturinn hefur til að mynda beint spjótum sínum að áhrifavöldunum Sunnevu Einarsdóttur, Brynjari Steini Gylfasyni (Binna Glee) og Patreki Jaime. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur kannað málið en svo virðist sem öryggisstillingar hjá áhrifavöldunum hafi verið í lagi. „Við vitum að þetta er hópur í Tyrklandi sem sé að senda tilkynningar til Instagram um að þessir reikningar hafi verið misnotaðir eða það fari fram eitthvað óeðlilegt, eins og terrorismi eða eitthvað annað,“ segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Ekki hægt að verja sig þessum árásum Instagram loki reikningunum í kjölfarið. Það sé afar sérstakt að árásin beinist að Íslendingum. „Þeir segja sko: „Ekki kenna okkur um, lítið ykkur nær, það eru kannski einhverjir sem þið þekkið sem eru að borga okkur fyrir að gera þetta.“ Þá varpar maður fram þeirri spurningu: er einhver að borga þessum Tyrkjum til að senda inn „abuse“ eða kvörtun?“ Tekið geti vikur eða mánuði að fá reikninginn aftur. Þá geti notendur varla varið sig þessum árásum. Það hafi jafnframt ekkert upp á sig að borga þrjótnum þar sem hann virðist ekki hafa aðgang að reikningunum sjálfur. Kannski fullkomlega handahófskennt Kristín Pétursdóttir, leikkona og einn áhrifavaldanna sem varð fyrir barðinu á þrjótnum, segir það áfall að glata dýrmætu efni á þennan máta. „Við erum mörg sem vinnum á Instagram hjá alls konar fyrirtækjum og mikið tekjutap fólgið í því en maður verður bara að vona það besta.“ Þá hafi þrjóturinn krafist peninga frá fólki tengdu áhrifavöldunum í gegnum falska reikninga í þeirra nafni. Áhrifavaldarnir eigi jafnframt erfitt með að sjá fyrir sér að nokkur hér á landi gæti hafa sigað þrjótnum á þá. „Hvort hann sé að reyna að egna okkur saman eða hvað hann er að gera, kannski er þetta bara fullkomlega handahófskennt.“
Samfélagsmiðlar Netöryggi Netglæpir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira