Hefjumst handa í dag – ekki eftir 50 ár Grímur Atlason skrifar 12. júlí 2021 17:00 Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti er hópur fólks sem í síðustu viku kom fram með ósk um að borgarstjórn Reykjavíkur rannsakaði starfsemi vöggustofa á vegum borgarinnar á árunum 1947 til 1973. Mjög mikilvægt mál og smánarblettur á sögu borgarinnar og Íslands. Afleiðingar þeirra aðferða sem viðhafðar voru á þessum vöggustofum eru víðfeðmar og með vaxandi þekkingu á afleiðingum áfalla ljóst að þeirra mun gæta lengi enn. Borgarstjórn hefur ákveðið að fram fari rannsókn á starfsemi vöggustofanna. Í nóvember sl., í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt, heimilis hvar einstaklingar með geðrænar áskoranir voru vistaðir um áratuga skeið, fóru landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp fram á að gerð yrði úttekt á meðferð og aðbúnaði fullorðinna sem vistaðir höfðu verið á vegum hins opinbera 80 ár aftur í tímann. Á sama tíma heyrðum við frásagnir stúlkna sem vistaðar höfðu verið á Laugarlandi á síðustu tveimur áratugum. Bæði mál eru nú í meðförum þings og gæða- og eftirlitsstofnunar félagsmálaráðuneytisins. Eins mikilvægt og það er að rannsaka þessa sögu og afleiðingar hennar þá er kominn tími til að við byrjum einnig að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Hugsa til þeirra sem á undan okkur gengju og reyndu að vara okkur við á hverjum tíma en við hlustuðum ekki fyrr en 50 til 60 árum síðar. Sigurjón Björnsson sálfræðingur og borgarfulltrúi benti t.d. á að óæskilegar uppeldisaðferðir færu fram á vöggustofunum árið 1967. Tenglar bentu á aðbúnaðinn í Arnarholti og hvernig farið væri með vistmenn þar og víðar á árunum í kringum 1970. En við hlustuðum ekki þá. Í kjölfar umfjöllunar um Arnarholt leitaði til Geðhjálpar núverandi og fyrrverandi starfsfólk, aðstandendur og notendur þjónustu geðdeilda Landspítalans. Þau bentu á ýmislegt í menningu og starfsemi deildanna sem þyrfti að breyta. Sumt af því sem kom fram varðaði hegningarlög ef rétt reyndist.. Geðhjálp kom upplýsingum strax áfram til Embættis landlæknis og yfirstjórnar Landspítalans. Nú síðast um helgina fengum við fréttir af hörmungarsögu fatlaðs manns sem hefur verið lokaður inni á réttargeðdeild vegna úrræðaleysis í kerfinu. Það kom stjórn Geðhjálpar á óvart hve viðbrögðin virtust dræm þrátt fyrir að um atburði í nútímanum væri að ræða. Í svari landlæknis þann 1. júní sl. sagði m.a.: „Landspítali hefur nú skilað tveimur greinagerðum til embættisins sem svar við þeim atriðum sem embættið beindi til hans. Að mati embættisins hafa stjórnendur geðþjónustu Landspítalans unnið vel úr þessum málum og lagt fram áætlun um úrbætur þar sem það á við. […] Embættið mun fylgja málinu frekar eftir gagnvart Landspítala og fylgjast með framvindu mála á deildinni og umbótavinnu.“ Umboðsmaður Alþingis fór í heimsókn á öryggis- og réttargeðdeildir Landspítalans vegna þeirra ábendinga sem komu fram í ofangreindum greinargerðum Geðhjálpar. Í stuttri frétt um heimsókn umboðsmanns segir á heimasíðu embættisins: „Þar hefur jafnframt þýðingu að af samtölum við sjúklinga og starfsmenn á deildunum varð ekki annað ráðið en að meðferð þeirra sé almennt í samræmi við mannúð og mannvirðingu sem endurspeglar þá mynd sem birtist í fyrri heimsókn umboðsmanns.“ Ábendingar þær sem komu fram í greinargerðum Geðhjálpar vörðuðu eins og fram hefur komið stórfelld mannréttindabrot, hegningarlagabrot, brot á lögum um réttindi sjúklinga og brot á ýmsum vinnuréttarlögum. Afgreiðsla eftirlitsaðila er til þess fallin að maður spyrji sig spurninga eins og: Þurfa að líða 30-50 ár þangað til að við bregðumst við ábendingum um harðræði og ómennsku? Hvers vegna er eftirlit í jafn miklu skötulíki og raun ber vitni? Hvernig vann Landspítalinn að mati Embættis landlæknis vel úr því máli að hafa lokað einstakling inni í herbergi svo mánuðum skipti á lokaðri deild á Kleppi? Hvernig var unnið úr þeim ábendingum hvar kom fram að sjúklingar hafi verið beittir refsingum í formi þess að taka af þeim teikniblokk, tóbak, kaffi eða möguleika á útiveru? Eru þetta dæmi um mannúð og mannvirðingu? Við þurfum að skoða nútímann með augum framtíðarinnar. Sérstaklega á þeim stöðum þar sem við lokum fólk inni um lengri og skemmri tíma. Til þess að það megi takast þurfum við í fyrsta lagi að ákveða sem samfélag að gera þetta það forgangsverkefni okkar að rannsóknarnefndir framtíðarinnar, sem hafa með aðbúnað og mannréttindi fólks að gera, verði óþarfar. Í öðru lagi taka upp breytta hugmyndafræði við meðferð við geðrænum áskorunum. Í þriðja lagi efla samfélagsgeðheilbrigðisþjónustu. Í fjórða lagi loka Kleppi og geðdeildum á Landspítala og Akureyri sem rekið er í ófullnægjandi húsnæði sem hvorki er samboðið fólki 2021 né fólki sem þar dvaldi 1980. Í fimmta og síðasta lagi að koma á virku eftirliti með starfsemi þar sem fólk er lokað inni. Setjum geðheilsu i forgang. Gerum það okkur og framtíðinni til heilla. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun