NBA dagsins: Forðuðust að lenda í holu sem ekkert lið hefur komist upp úr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 15:05 Giannis Antetokounmpo hefur skorað samtals 83 stig í síðustu tveimur leikjum í úrslitum NBA-deildarinnar. getty/Justin Casterline Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig þegar Milwaukee Bucks vann Phoenix Suns, 120-100, í fyrsta heimaleik liðsins í úrslitum NBA-deildarinnar síðan 1974. Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33