Mourinho skilur ekki af hverju Saka tók síðustu spyrnuna: „Hvar voru Sterling, Stones og Shaw? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:01 Ensku leikmennirnir hughreysta Bukayo Saka eftir vítaklúður hans í úrslitaleik EM í gær. getty/Carl Recine José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skilur ekki af hverju Bukayo Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM en ekki einhver reynslumeiri leikmaður. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Hann varði einnig spyrnu Jadons Sancho og þá skaut Marcus Rashford í stöng. Mourinho fór yfir úrslitaleikinn á talkSPORT í morgun. Hann furðaði sig á því að Saka hafi verið látinn taka síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni. „Hvað röðina á vítaskyttunum varðar var erfitt að láta Saka taka síðustu spyrnuna. Ég held að það hafi verið of mikið fyrir drenginn að hafa alla ábyrgðina á herðunum á þessu augnabliki en ég veit ekki. Ég þarf að spyrja Gareth [Southgate, þjálfara Englands] því oft gerist það að leikmenn sem eiga að vera þar eru ekki þar; þeir hlaupast undan ábyrgð,“ sagði Mourinho. „En vegna þess að Gareth er heiðarlegur náungi og ver leikmennina sína myndi hann aldrei segja að leikmaður A eða B hefði ekki verið tilbúinn að taka spyrnu.“ Að hans mati hefði einhver að reynslumeiri leikmönnum enska liðsins átt að taka síðustu spyrnuna í vítakeppninni. „Hvar var Raheem Sterling í þessari stöðu? John Stones? Luke Shaw? Af hverju voru Kyle Walker og Jordan Henderson ekki enn inni á vellinum?“ sagði Mourinho en þeir Sancho og Rashford komu inn á fyrir Walker og Henderson undir lok framlengingarinnar til þess eins að taka spyrnu í vítakeppninni. Southgate segist hafa ákveðið röðina á vítaskyttum Englands sjálfur og það hafi meðal annars byggst á frammistöðu leikmanna á vítapunktinum í aðdraganda úrslitaleiksins. Mourinho segir að það gefi lítið að hafa skorað úr vítum á æfingum þegar út í alvöruna er komið. „Það var mjög erfitt fyrir Sancho og Rashford að taka víti eftir að hafa snert boltann einu sinni. Hvað Saka varðar var erfitt að hafa örlög þjóðarinnar á sínum herðum. Það var of mikið. Við getum talað um síðustu daga og hversu frábærir þeir voru að taka víti á æfingum en það er bara allt annað en að taka víti í leik. Það er ekkert hægt að undirbúa það almennilega með alvöru pressu. Þú finnur bara fyrir henni á því augnabliki. Aumingja Saka, ég finn til með honum,“ sagði Mourinho. Portúgalinn sagðist heldur ekki hafa skilið af hverju Southgate setti Sancho og Rashford inn á fyrir hornspyrnu Ítala á lokamínútu framlengingarinnar. „Það sem var jafnvel skrítnara frá sjónarhóli þjálfarans var að taka Walker og Henderson út af fyrir Rashord og Sancho fyrir hornspyrnuna,“ sagði Mourinho. „Þá misstirðu tvo menn sem eru sterkir í loftinu og settir tvo kalda leikmenn, sem eru í þokkabót ekki varnarmenn, inn á. England hefði getað tapað leiknum þarna. Ég skildi þetta ekki.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira