Barnahópur kominn í sóttkví eftir íþróttaæfingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2021 12:53 Þrír greindust með veiruna innanlands síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Hópur ellefu og tólf ára barna á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn í sóttkví, eftir að barn sem hafði verið með hópnum á íþróttaæfingu greindist með kórónuveiruna í gær. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þrír hafa greinst með kórónuveiuruna innanlands frá því síðustu tölur um faraldurinn hér á landi voru gefnar út á mánudag. Tveir greindust á mánudag og voru í sóttkví. Þá greindist einn í gær, en þá var um að ræða barn undir tólf ára aldri, sem var utan sóttkvíar við greiningu. Bólusetningar barna á aldrinum tólf til fimmtán ára eiga að óbreyttu að hefjast í haust, þegar skólastarfsemi hefst að nýju. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hefði litlu breytt ef bólusetning þess aldurshóps hefði verið hafin, enda ekkert bóluefni komið með markaðsleyfi fyrir börn undir tólf ára aldri. „Það sem við erum að skoða núna er hvað eru margir að greinast með smit sem eru að koma frá útlöndum, hvort þeir eru bólusettir eða ekki og hvort þeir eru að smita eitthvað frá sér hér innanlands. Sem betur fer er það fátítt, við erum ekki með mörg smit núna á síðustu tveimur vikum,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að fyrirhuguð bólusetning barna hefði litlu breytt í þessu tilfelli, enda barnið sem greindist undir tólf ára aldri. Ekkert bóluefni hefur fengið markaðsleyfi fyrir svo ung börn.Vísir Hann segir að búast megi við því áfram að fólk sem hefur verið í samskiptum við smitaða einstaklinga verði sent í sóttkví, óháð því hvort það er bólusett eða ekki. „Ef það hefur verið mikill samgangur við þann sem er að greinast. Við höldum því áfram. Við erum áfram að setja fólk í sóttkví og einangrun eins og við höfum gert áður. Það er eina ráðið til þess að halda vel utan um það sem er að gerast.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íþróttir barna Tengdar fréttir Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þrír greinst með veiruna innanlands síðan á mánudag Þrír hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu þrjá sólarhringa – tveir á mánudag og einn í gær, miðvikudag. Þeir sem greindust á mánudag voru í sóttkví, en sá sem greindist í gær var utan sóttkvíar. 8. júlí 2021 10:45