Dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að hafa myrt ættingja vegna ímyndaðs fjársjóðs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 08:42 Caouissin er sagður hafa orðið óður vegna fjársjóðsins, sem virðist vera hugarburður. Franskur maður sem myrti fjóra ættingja sína, þar af tvö börn, í leit að gullfjársjóði sem hann taldi þá hafa falið fyrir sér hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi. Hubert Caouissin, 50 ára, játaði að hafa orðið mági sínum Pascal Troadec, 49 ára, og eiginkonu hans Brigitte, einnig 49 ára, að bana. Þá játaði hann einnig að hafa myrt börnin þeirra tvö; hinn 21 árs Sebastien og hina 18 ára Charlotte. Caouissin var sannfærður um að Troadec og fjölskylda hans væru að fela gullstangir og -peninga; arf sem hann taldi hafa verið haldið frá eiginkonu sinni Lydie, systur Troadec. Fram kom fyrir dómi að Caouissin taldi föður Lydie og Pascal hafa fundið fjársjóðinn í kjallara byggingar sem hann var að vinna að í borginni Brest árið 2006. Gullið væri partur af 50 kg fjársjóði sem franski seðlabankinn hefði falið fyrir nasistum á meðan hernáminu stóð. Ekkert bendir til þess að fjársjóðurinn sé raunverulegur. Caouissin hafði verið að njósna um Troadec-fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn greip hann glóðvolgan við heimilið í febrúar 2017. Caouissin barði Troadec til bana og myrti síðan eiginkonu hans og börnin tvö. Börnin voru sofandi þegar Caouissin myrti þau. Caouissin bútaði líkin í sundur, brenndi þau og gróf en lögregla gróf upp 379 líkamsparta á jörð morðingjans á Bretaníu. Eiginkona hans var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað mann sinn við að fela líkamsleifarnar. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hubert Caouissin, 50 ára, játaði að hafa orðið mági sínum Pascal Troadec, 49 ára, og eiginkonu hans Brigitte, einnig 49 ára, að bana. Þá játaði hann einnig að hafa myrt börnin þeirra tvö; hinn 21 árs Sebastien og hina 18 ára Charlotte. Caouissin var sannfærður um að Troadec og fjölskylda hans væru að fela gullstangir og -peninga; arf sem hann taldi hafa verið haldið frá eiginkonu sinni Lydie, systur Troadec. Fram kom fyrir dómi að Caouissin taldi föður Lydie og Pascal hafa fundið fjársjóðinn í kjallara byggingar sem hann var að vinna að í borginni Brest árið 2006. Gullið væri partur af 50 kg fjársjóði sem franski seðlabankinn hefði falið fyrir nasistum á meðan hernáminu stóð. Ekkert bendir til þess að fjársjóðurinn sé raunverulegur. Caouissin hafði verið að njósna um Troadec-fjölskylduna þegar fjölskyldufaðirinn greip hann glóðvolgan við heimilið í febrúar 2017. Caouissin barði Troadec til bana og myrti síðan eiginkonu hans og börnin tvö. Börnin voru sofandi þegar Caouissin myrti þau. Caouissin bútaði líkin í sundur, brenndi þau og gróf en lögregla gróf upp 379 líkamsparta á jörð morðingjans á Bretaníu. Eiginkona hans var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa aðstoðað mann sinn við að fela líkamsleifarnar.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira