Chris Paul frábær í langþráðum fyrsta leik sínum í lokaúrslitum NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:31 Chris Paul hafði heldur betur ástæðu til að brosa eftir leik eitt í lokaúrslitum NBA þar sem Phoenix Suns vann góðan sigur og hann átti frábæran leik. AP/Ross D. Franklin Giannis Antetokounmpo kom óvænt aftur inn í lið Milwaukee Bucks en það kom ekki í veg fyrir það að Phoenix Suns er komið í 1-0 í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta. Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021 NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Chris Paul var búinn að bíða lengi eftir því að fá að spila í lokaúrslitum NBA og þegar kom loksins að því þá var hann heldur betur tilbúinn. @CP3 tallies 32 PTS, 9 AST in his Finals debut, guiding the @Suns to victory in Game 1! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/aXN1PS1Lwx— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var með 32 stig og 9 stoðsendingar og Phoenix Suns vann þrettán stiga sigur á Milwaukee Bucks, 118-105. Devin Booker bætti við 27 stigum. Paul hefur spilað í deildinni í sextán ár og hefur verið einn besti leikstjórnandi hennar þann tíma. Suns liðið var eitt af slökustu liðum deildarinnar fyrir stuttu síðan en koma Paul hefur haft frábær áhrif á ungar stjörnur liðsins. Einn af þeim er Booker og annar er miðherjinn Deandre Ayton sem var með 22 stig og 19 fráköst í leiknum í nótt. Phoenix Suns hefur aldrei unnið titilinn, hafði ekki komist í úrslitakeppnina síðan árið 2010 og var fyrir aðeins tveimur árum með lélegasta árangurinn í allir deildinni. Devin Booker adds 27 PTS, 6 AST in the @Suns Game 1 win at home! #ThatsGame #NBAFinals presented by YouTube TV Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/E2AAxVyLr0— NBA (@NBA) July 7, 2021 Chris Paul kom fyrir þetta tímabil og var leiðtoginn sem þetta unga lið þurfti á að halda. „Við höfum verið að byggja liðið upp allt tímabilið fyrir stund eins og þess. Við ætlum að halda áfram að spila. Þetta er bara einn leikur og við verðum að halda einbeitingunni,“ sagði Chris Paul eftir leikinn. Leikurinn var á heimavelli Phoenix og það verður einnig næsti leikur. Leikir þrjú og fjögur verða síðan spilaðir á heimavelli Bucks. Leikurinn í nótt var fyrsti leikurinn í lokaúrslitum í Phoenix síðan að Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls tryggðu sér titil númer þrjú í röð sumarið 1993. 22 PTS, 19 REB for Ayton! @DeandreAyton's MASSIVE double-double helps the @Suns take a 1-0 lead in the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/4xW60RclnB— NBA (@NBA) July 7, 2021 Paul var frábær í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 16 stig og Suns vann 35-27. Eftir hann voru heimamenn komnir með sextán stiga forskot og leikurinn í þeirra höndum. Giannis Antetokounmpo var búinn að missa af tveimur leikjum í röð vegna hnémeiðsla en Bucks vann þá báða. Það var ekki búist við Grikkjanum í þessum fyrsta leik en hann gat spilað og var með 20 stig og 17 fráköst. Khris Middleton var stigahæstur í Milwaukee liðinu með 29 stig en þetta er þriðja einvígið í röð í þessari úrslitakeppni þar sem liðið tapar leik eitt. Það kom ekki að sök í hinum tveimur einvígunum þannig að leikmenn Bucks ættu að þekkja vel hvernig á að haga sér í þessari stöðu. Hear from Chris Paul after his 32-point, 9 assist performance led the @Suns to victory in Game 1 of the #NBAFinals presented by YouTube TV! #ThatsGame Game 2: Thursday - 9:00pm/et, ABC pic.twitter.com/dWVVOIp5Gx— NBA (@NBA) July 7, 2021
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins