Pírataframapotarar Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júlí 2021 13:31 Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Píratar Lögreglan Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur dagbókarfærslumálið svokallaða enn verið til umfjöllunar. Málið hófst með undarlegri færslu lögreglu um taumlaust partístand á Þorláksmessukvöld. Herlegheitin áttu að hafa farið fram í útleigusal í miðborginni, verið of fjölmenn, staðið of lengi og ráðherra meira að segja verið meðal gesta. Við tók hálfs árs lögreglurannsókn sem lauk loks á dögunum og varpaði ljósi á staðreyndir málsins. Það sem kallað var útleigusalur reyndist vera listasafn og meint samkvæmi var listasýning sem staðið hafði alla aðventuna og var öllum opin. Þá var sýningin hvorki of fjölmenn né stóð of lengi. Einu ávirðingarnar sneru að staðarhöldurum, sem tryggðu ekki rétta framfylgni með grímuskyldu. Fyrir það var sektað og málinu þar með lokið. „Er það of mikið eða?“ Niðurstaðan var í takt við málflutning staðarhaldara frá upphafi og kom því ekki á óvart. Öllu áhugaverðari var hins vegar ákvörðun óháðrar eftirlitsnefndar með lögreglu sem tók vinnubrögð embættisins til skoðunar. Fyrst ber að nefna einbeittan ásetning lögregluþjóna á vettvangi til að koma höggi á konur úr hópi sýningargesta vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Það skyldi gert með ýktri dagbókarfærslu, sem rædd var í eftirfarandi orðum: Lögreglumaður 1: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. Lögreglumaður 2: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ og einnig „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Framhaldið þekkja flestir, þar sem starfsmenn lögreglu áttu við sönnunargögn til að leyna samtalinu. Nú er til skoðunar hvort sömu brögðum hafi verið beitt við rannsókn annarra mála, þar sem hljóðupptaka hefur ýmist gleymst, bilað eða þar fram eftir götunum. Þessi þáttur málsins er því miður grafalvarlegur og til þess fallinn að rýra traust almennings á störfum lögreglu. Í ljósi þessa var áhugavert að sjá hve misjafn áhugi fjölmiðla var á einstökum þáttum málsins. Það hefði mátt búast við að niðurstaða eftirlitsnefndar um fölsuð sönnunargögn hjá lögreglu ætti brýnt erindi við almenning, að mati fjölmiðla. Það kom því verulega á óvart hvernig Ríkisútvarpið, sem flutti tugi frétta um málið þegar það virtist snúast um partístand ráðherra, taldi ákvörðun nefndarinnar ekki jafn fréttnæma. Þannig rataði niðurstaðan ekki inn í kvöldfréttir þegar hún leit dagsins ljós, hvorki klukkan sjö né tíu. Tvöfalt siðgæði Áhugaverðast er þó hvernig Píratar og Landssamband lögreglumanna, sá ólíklegi dúett, hafa tekið höndum saman. Þar er ný saga í smíðum sem gengur út á að nú sé með einhverjum hætti brotið gegn hinum ónafngreindu lögregluþjónum. Samtalið, sem átti sér stað milli einkennisklæddra lögregluþjóna, á vettvangi lögreglurannsóknar og um þá sem rannsóknin snerist beinlínis að, stjórnmálaskoðanir þeirra og fréttaflutning um málið, hafi verið einkamál. Persónuvernd eigi að blanda sér í málið. Einn góður þingmaður Pírata hefur jafnframt kallað eftir því að þingnefnd hafi pólitísk afskipti af rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglu. Ætla má að það væri annað hljóð í þingmanninum ef lögregla hefði ekki beint spjótum sínum að Sjálfstæðis-, heldur Pírataframapoturum. Tvöfalda siðgæðið leynist víða. Höfundur er lögmaður og framkvæmdastjóri.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun