Segja að Phoenix Suns sé nú sigurstranglegra liðið í úrslitaeinvígi NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2021 07:31 Chris Paul hefur aldrei orðið NBA meistari þrátt fyrir langan og glæsilegan feril og því hefur félag hans, Phoenix Suns, ekki heldur náð. AP/Mark J. Terrill Phoenix Suns gæti unnið sinn fyrsta NBA titil í sögunni á næstu vikum ef marka má líkindareikning veðbanka í aðdraganda úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta. Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Phoenix Suns mætir liði Milwaukee Bucks í lokaúrslitunum en Bucks mun væntanlega þurfa að spila án síns besta leikmanns, Giannis Antetokounmpo, í einvíginu. Grikkinn öflugi meiddist illa á hné í leik fjögur í úrslitum Austurdeildarinnar en Bucks liðið náði samt að vinna tvö síðustu leiki einvígisins á móti Atlanta Hawks án hans. Antetokounmpo mun missa af fyrstu leikjunum í úrslitaeinvíginu og mögulega restinni af tímabilinu eftir að hafa yfirspennt vinstra hnéð seint í leik fjögur á móti Hawks. Fyrir meiðsli Giannis þá þótti Milwaukee Bucks vera sigurstranglegra liðið en þá leit út fyrir að Phoenix menn kæmust í úrslitin sem varð svo raunin. Sportsbooks have installed the @Suns as favorites over the @Bucks in the NBA Finals.https://t.co/GVXgiYfbUJ#NBAPlayoffs #NBA #NBAxESPN #ESPNCaribbean pic.twitter.com/T4OtRIi2OP— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) July 5, 2021 Allt breyttist aftur á móti við meiðsli Grikkjans, skiljanlega enda þar á ferðinni einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Antetokounmpo er með 28,2 stig, 12,7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í fimmtán leikjum í úrslitakeppninni í ár. Phoenix Suns vann báða innbyrðisleiki liðanna í vetur en þá báða með aðeins einu stigi. Giannis var með 47 stig í öðrum leiknum og 33 stig í hinum. Það dugði þó ekki til sigurs. Suns hefur aldrei orðið NBA meistari en hefur komst tvisvar í lokaúrslitin, fyrst árið 1976 og svo árið 1993 með Charles Barkley í fararbroddi. Milwaukee Bucks varð NBA meistari í eina skiptið árið 1971 en þá spiluðu með liðinu goðsagnirnar Oscar Robertson og Kareem Abdul-Jabbar. Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram í kvöld á heimavelli Phoenix Suns. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira