Van Gaal gerði lítið úr hollenska karlalandsliðinu fyrir framan kvennaliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:01 Louis van Gaal verður væntanlega næsti landsliðsþjálfari Hollendinga og hann er byrjaður að reyna að koma stjörnum landsliðsins niður á jörðina. EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Einn frægasti knattspyrnuþjálfari Hollendinga skaut á fótboltalandslið þjóðarinnar eftir frammistöðu liðsins á EM alls staðar í sumar. Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu. EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Karlalandslið Hollendinga í knattspyrnu datt út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar eftir tap á móti Tékkum. Kvennalandslið þjóðarinnar er aftur á móti á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, Barcelona og Bayern München, var fenginn til að tala við leikmenn kvennalandsliðsins og hann notaði karlaliðið sem dæmisögu um hvernig þær ættu ekki að gera hlutina á leikunum. "If you look at them, you see that a glorified bunch of stars can't win a tournament if they aren't a team."-Louis van Gaal on the Dutch national team pic.twitter.com/ajTHAzpiO7— Football Talk (@Football_TaIk) July 3, 2021 „Sjáið bara karlaliðið okkar á EM. Þar sjáum við fullt af stjörnuleikmönnum sem geta ekki unnið saman sem lið. Það er búið að láta mikið með þá en þeir geta ekki unnið ef þeir vinna ekki saman,“ sagði Louis van Gaal. „Ég hef alltaf séð að ykkar lið, undir stjórn Sarinu [Wiegman] er lið sem fer í gegnum eld og brennistein saman. Passið bara upp á það að fara saman sem eitt lið á Ólympíuleikana og vinnið gullið,“ sagði Van Gaal. Louis van Gaal hefur í tvígang þjálfað hollenska landsliðið, fyrst frá 2000 til 2002 og svo aftur frá 2012 til 2014. Hann hefur nú verið orðaður við liðið á ný eftir að Frank De Boer hætti með landsliðið eftir EM. Louis van Gaal ready to step out of retirement and take charge of Holland for third time after Frank de Boer quit https://t.co/2claUrCAtG— MailOnline Sport (@MailSport) June 30, 2021 Van Gaal var hættur en virðist nú vera tilbúinn að snúa aftur til að koma hollenska landsliðinu aftur í hóp bestu landsliða Evrópu og heimsins alls. Hollenska kvennalandsliðið er ríkjandi Evrópumeistari og vann að auki silfur á síðasta heimsmeistaramóti eftir tap á móti Bandaríkjunum í úrslitaleik. Það eru því miklar væntingar bornar til liðsins alveg eins og karlaliðsins. Hollensku stelpurnar eru með á Ólympíuleikunum í fyrsta skiptið í sögunni en þær eru í riðli með Kína, Brasilíu og Sambíu.
EM 2020 í fótbolta Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira