Bjóst ekki við að komast lífs af Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 21:46 Scott Estill skömmu áður en hann týndist. Lögreglan á Suðurnesjum „Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi. Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Scott Estill ræddi reynslu sína í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Hann segist þakklátur fyrir lífgjöf björgunarsveita. Scotts var leitað í tæpar þrjátíu klukkustundir en hann hafði orðið viðskila við konu sína á göngu frá gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Hann datt á höfuðið og rotaðist en þegar hann vaknaði hafði veður breyst til hins verra og skyggni var ekkert. Scott og Becky Estill höfðu skoðað eldgosið í Fagradalsfjalli rétt áður en Scott týndist.Vísir/Vilhelm Þrjú hundruð manns tóku þátt í leitinni að Scott og sú leit skilaði árangri þegar Scott fannst um fjóra kílómetra frá þeim stað sem hann varð viðskila við konu sína. Þyrlur voru meðal annars notaðar við leitina og segir Scott að hann hafi séð þyrlur fljúga yfir höfði sér. „Ég stóð upp og veifaði og öskraði. Ég sá þá en þeir sáu mig ekki. Og að sjá þá fljúga hjá, ég hugsaði bara að ég vissi ekki hvort ég fengi fleiri tækifæri,“ segir hann. Bjóst ekki við að sjá nokkurn framar Scott segist aldrei hafa séð fegurri sjón en björgunarsveitamennina sem fundu hann enda var hann hætt kominn og búinn að missa trúna á því að hann findist á lífi. Hann segist hafa brotnað algjörlega niður þegar hann sá björgunarsveitarkonuna sem kom fyrst að honum. „Hefði leitarfólkið gefist upp klukkutíma fyrr væri ég ekki hér. Að segja að ég eigi björgunarfólkinu líf mitt að launa er vanmat. Og hugulsemin og stuðningurinn sem ég hef fengið frá Íslendingum er eitthvað sem ég gleymi aldrei,“ segir Scott með tárin í augunum. Scott segir að hann muni koma aftur til Íslands með fjölskyldu sína um leið og færi gefst. Scott var hér á landi ásamt konu sinni Becky til að halda upp á 35 ára brúðkaupsafmæli þeirra.
Eldgos í Fagradalsfjalli Leit að bandarískum ferðamanni á Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12 „Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Nafn mannsins sem leitað er við gosstöðvarnar Maðurinn sem leitað hefur verið við gosstöðvarnar síðan í gær er Bandaríkjamaðurinn Scott Estill. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir nú eftir honum. 26. júní 2021 16:12
„Við urðum bara kærulaus“ Eiginkona bandaríska ferðamannsins sem týndist á gossvæðinu á Reykjanesi á föstudag segir að þeim hafi báðum orðið á ógætileg mistök sem urðu honum næstum að bana. Hún lýsir miklu þakklæti í garð björgunarsveitafólks sem leitaði að manni sínum. 27. júní 2021 19:49