Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2021 07:49 Gosmóðunnar hefur meðal annars gætt á höfuðborgarsvæðinu. Vegna hennar rétt sést móta fyrir Esjunni úr húsnæði fréttastofunnar við Suðurlandsbraut nú í morgun. Vísir/Vésteinn Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við vætu með köflum í dag og á morgun á sunnanverðu landinu. Á Norðurlandi er von á sólríkara veðri, þó möguleiki sé á síðdegisskúrum. Hlýjast verður líklega á Norðausturlandi, en hiti í innsveitum þar gæti náð allt að 20 stiga hita. Í samtali við fréttastofu segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, að gosmóðan sé líklega ekki á förum fyrr en á morgun. „Kannski þynnist hún aðeins en hún verður áfram sjáanleg í dag,“ segir hann. Móðunnar hefur helst gætt á Suðurlandi og suðvesturhorninu, og á Reykjanesinu sjálfu. Hann segir erfitt að átta sig á því nákvæmlega hvar hún liggur á þessari stundu, vegna áðurnefndrar þoku sem blandast við móðuna. Eins og áður segir ætti þokunni þó að létta síðar í dag. Sjá einnig: Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Eins og fram hefur komið getur gosmóðan orsakað slen, höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna, og haft sérstaklega mikil áhrif á börn og þau sem veik eru fyrir í öndunarfærum. Þau sem síður eru viðkvæm geta þó einnig fundið fyrir einkennum vegna móðunnar. „Það verður kannski eindregnari ein vindátt á morgun, það er svo erfitt þegar þetta er svona breytilegt því þá er hún bara að fjúka fram og til baka,“ segir Eiríkur. Þá séu meiri líkur á að móðunni sloti. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Breytileg átt 3-8 m/s og væta af og til um landið sunnanvert, en skýjað með köflum fyrir norðan og stöku skúrir síðdegis. Víða þokuloft við ströndina, einkum austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. Á þriðjudag:Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austantil. Á miðvikudag:Hægt vaxandi suðvestlæg átt og stöku skúrir, 5-13 m/s um kvöldið með rigningu vestast. Hiti 14 til 20 stig. Á fimmtudag:Suðvestan strekkingur, skýjað og rigning vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 11 til 21 stig, hlýjast austantil. Á föstudag:Suðlæg átt og rigning víða, en þurrt NA-til. Hiti breytist lítið. Á laugardag:Áfram sunnanátt með rigningu Sunnanlands, annars þurrt. Hlýnar heldur
Veður Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira