Auðvitað eigum við að banna olíuleit Andrés Ingi Jónsson skrifar 3. júlí 2021 11:01 Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Tækifæri framtíðarinnar eru græn. Það er ekki aðeins siðferðislega rétt að setja loftslagsmálin á oddinn, vitandi hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa þegar haft og munu hafa ef ekki verður breytt um kúrs, heldur jafnframt efnahagslega gáfulegt. Tækifærin í loftslagsvænum lausnum eru óteljandi og munu varða leiðina í atvinnu- og verðmætasköpun næstu áratugina. Ímynd Íslands sem náttúruperla, drifin áfram af hreinum orkugjöfum, verður sífellt verðmætari og veitir Íslendingum forskot á alþjóðlegum mörkuðum. Við eigum því að halda áfram að feta þessa braut - og gefa hraustlega í. Ísland á að vera meðal grænustu ríkja heims. Borðleggjandi mál Alþingi gafst tækifæri til að senda skýr skilaboð á þessa leið áður en þingmenn fóru í sumarfrí, því í þinglokasamningunum vildu Píratar m.a. sjá til þess að Alþingi bannaði frekari olíuleit við Ísland. Að loka á olíuleit er algjörlega borðleggjandi mál. Vinnsla jarðefnaeldsneytis er á undanhaldi og allar áætlanir miða að því að ýta jarðefnaeldsneytinu út. Að veðja á olíuna núna væri því eins og að kaupa birgðir af Betamax-spólum. Veigamestu rökin eru þó að það er einfaldlega óverjandi á þessum tímapunkti, vitandi hvers loftslagið krefst af okkur, að setja stefnuna á frekari bruna jarðefnaeldsneytis. Skilaboð Alþjóðaorkumálastofnunarinnar eru alveg skýr: Umbylta þarf orkukerfi heimsins og einblína á endurnýjanlega orkugjafa - orkugjafa sem Íslendingar hafa til þessa montað sig af. Að banna frekari olíuleit við Ísland hefði því verið einfalt, eðlilegt og skýrt merki um hvaða hópi þjóða við viljum tilheyra. Hópi framsækinna, grænna og ábyrgra þjóða. Í síðasta mánuði treysti Alþingi sér ekki til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit á Drekasvæðinu. Stjórnarliðar vildu frekar „skoða málið heildstætt“. Hvað þarf eiginlega að skoða? https://t.co/IXMvaPe2cD— Andrés Ingi (@andresingi) July 3, 2021 „Brennur á í dag“ Stjórnarflokkarnir höfðu ekki áhuga á því. Niðurstaðan varð að senda tillöguna til ríkisstjórnarinnar. Á mannamáli þýðir þetta að málið var svæft, því „þegar svona málum er vísað til ríkisstjórnar þá er aldrei fyrirfram hægt að gefa sér niðurstöðuna,“ eins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis komst að orði. Formaðurinn taldi málið ekki aðkallandi. Ólíklegt væri að olíuleitarleyfi yrðu gefin út á næstunni og „þá getur það varla verið það sem brennur á í dag“ að banna olíuleit. Með sömu rökum er þó eðlilegt að komast að þveröfugri niðurstöðu. Einmitt af því að engin olíuleit er í gangi á Drekasvæðinu þá ætti að nýta tækifærið núna og banna olíuleit, skaðinn væri enginn. En nei, stjórnarflokkarnir vilja halda möguleikanum opnum. Það „brennur á í dag“ að stöðva frekari olíuvinnslu. Norsk ungmenni eru a.m.k. þeirrar skoðunar. Þau telja að olíuleit Norðmanna brjóti á stjórnarskrárvörðum mannréttindum sínum og ætla að láta á það reyna fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ungmenni hafa haldið á lofti á vikulegum loftslagsmótmælum fyrir framan Alþingishúsið. Lífvænleiki jarðar og baráttan gegn loftslagsbreytingum brennur svo sannarlega á fólki. Hver erum við? Á alþjóðasviðinu er rætt um að stofna samband ríkja og fyrirtækja sem ætla að segja skilið við olíu- og kolanotkun og hverfa frá vinnslu jarðefnaeldsneytis. Ísland þarf að taka afstöðu til þess hvort við viljum tilheyra slíkum félagsskap. Við, sem sjáum tækifærin og verðmætin í því að Ísland verði í fremstu röð í loftslagsmálum, vitum hvaða hópi við viljum tilheyra. Framtíðin verður á forsendum grænna, framsækinna og ábyrgra þjóða. Tökum því einföldu, eðlilegu og skýru afstöðuna. Bönnum olíuleit við Ísland. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar