Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 14:16 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Sigtún Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigtúni þróunarfélagi. Undir samninginn skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn.Landsbankinn „Um er að ræða fyrsta flokks nútíma skrifstofuaðstöðu fyrir um 120 manns sem byggir á þeirri hugmyndafræði að í ljósi tækniþróunar og afleiðinga Covid 19, er starfsfólk stofnana og fyrirtækja um allan heim farin að vinna fjölbreytt störf og verkefni óháð staðsetningu. Jafnframt er af umhverfisástæðum hvatt til þess að dregið sé úr löngum ferðum í og úr vinnu. Í Bankanum Vinnustofu verður boðið upp á alhliða aðstöðu; lítil og stór rými, fundarherbergi, setustofur og tæknibúnað á tveimur efstu hæðum hússins á um 500 fermetra svæði. Þar verða jafnframt fyrirlestrar og aðrir viðburðir fyrir þátttakendur. Aðstaðan, sem opar síðsumars, býður upp á fjölbreytta notkun. Vonast er til að Sunnlendingar sem vinna á Höfuðborgarsvæðinu geti nýtt aðstöðuna t.d. í nokkra daga í viku í stað daglegra ferða yfir Hellisheiðina. Þá geti smærri sunnlensk fyrirtæki og einyrkjar átt vísan stað í Bankanum Vinnustofu og auk þess gæti aðstaðan nýst þeim sem búa í sumarhúsum hluta úr ári,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ríkið, sveitarfélagið Árborg og Samtök atvinnulífsins koma að tilraunaverkefninu í tvö ár í upphafi með framlagi sem byggir á aðgangi starfsmanna og aðkomu að þróun starfseminnar, til að mynda með sameiginlegu kynningarstarfi og samstarfsverkefnum. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigtúni þróunarfélagi. Undir samninginn skrifuðu Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltúi Svf. Árborgar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn.Landsbankinn „Um er að ræða fyrsta flokks nútíma skrifstofuaðstöðu fyrir um 120 manns sem byggir á þeirri hugmyndafræði að í ljósi tækniþróunar og afleiðinga Covid 19, er starfsfólk stofnana og fyrirtækja um allan heim farin að vinna fjölbreytt störf og verkefni óháð staðsetningu. Jafnframt er af umhverfisástæðum hvatt til þess að dregið sé úr löngum ferðum í og úr vinnu. Í Bankanum Vinnustofu verður boðið upp á alhliða aðstöðu; lítil og stór rými, fundarherbergi, setustofur og tæknibúnað á tveimur efstu hæðum hússins á um 500 fermetra svæði. Þar verða jafnframt fyrirlestrar og aðrir viðburðir fyrir þátttakendur. Aðstaðan, sem opar síðsumars, býður upp á fjölbreytta notkun. Vonast er til að Sunnlendingar sem vinna á Höfuðborgarsvæðinu geti nýtt aðstöðuna t.d. í nokkra daga í viku í stað daglegra ferða yfir Hellisheiðina. Þá geti smærri sunnlensk fyrirtæki og einyrkjar átt vísan stað í Bankanum Vinnustofu og auk þess gæti aðstaðan nýst þeim sem búa í sumarhúsum hluta úr ári,“ segir í tilkynningunni. Íslenska ríkið, sveitarfélagið Árborg og Samtök atvinnulífsins koma að tilraunaverkefninu í tvö ár í upphafi með framlagi sem byggir á aðgangi starfsmanna og aðkomu að þróun starfseminnar, til að mynda með sameiginlegu kynningarstarfi og samstarfsverkefnum. Landsbankahúsið á Selfossi var reist á árunum 1949 til 1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950.
Árborg Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Byggðamál Íslenskir bankar Tengdar fréttir Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50 Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00 Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Kristján í Samherja keypti Landsbankahúsið á 350 milljónir Landsbankinn hefur tekið 352 milljóna króna tilboði Sigtúns þróunarfélags í Landsbankahúsið á Selfossi og var kaupsamningur þess efnis undirritaður í dag. 27. nóvember 2020 14:50
Landsbankahús Guðjóns Samúelssonar á Selfossi til sölu Hús Landsbankans við Austurveg 20 á Selfossi hefur verið auglýst til sölu. Húsið var reist á árunum 1949-1953 og sýnilegt öllum sem aka í gegnum bæinn. Á vef bankans segir að það hafi löngum verið talið eitt fallegasta húsið á Suðurlandi. 2. nóvember 2020 10:00