Mikil ánægja með búsetu í sveitum landsins Erla Hjördís Gunnarsdóttir skrifar 1. júlí 2021 13:31 Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Bóndi er bústólpi. Það eru orð að sönnu. Bændur stunda sína vinnu alla daga ársins, allt árið um kring til þess að framleiða gæðavörur fyrir neytendur. Þeir starfa af hugsjón og gefa allt sitt til verksins. Ég veit af eigin raun í hverju starf bóndans er fólgið og þrátt fyrir að vera alltaf á vaktinni þá eru ákveðnir þættir við sveitarómantíkina sem eru svo heillandi að það skyggir á varðsetuna. Því koma niðurstöður úr könnun Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga í sveitum og öðrum strjálbýlum landsins vorið 2020 sannarlega ekki á óvart þar sem bændur landsins virðast almennt mjög ánægðir á sínum heimavöllum. Ein af niðurstöðunum undirstrikar mikilvægi þess að hugað sé sérstaklega að íbúum dreifðari byggða en mun fleiri telja lífsskilyrði sín í sveitinni hafa batnað undanfarin ár frekar en ekki. Bændur ólíklegir til að flytja Rúmlega tvö þúsund íbúar strjálbýlis á Íslandi tóku þátt í könnuninni þar sem yfir 90% svarenda áttu aðalheimili í sveitinni. Það sem er áhugavert að sjá er að bændur eru ólíklegri en aðrir til að flytja úr sveitinni fyrir fullt og allt í framtíðinni. Bændur sem eru í vinnu hjá öðrum eru ólíklegri til að flytja úr sveitinni en bændur sem eru í eigin atvinnurekstri. Rúmlega þriðjungur bænda reiknar með að afkomendur eða aðrir í fjölskyldunni taki við jörðinni þegar þeir hætta búskap en 40% telja það ólíklegt. Um tíu þúsund störf í landbúnaði Í ljós kemur einnig að mikilvægasta ástæða þess að íbúar í strjálbýli hugsi sér að flytjast búferlum eru atvinnutækifæri og því er mikilvægt að hugsa til þess, sem Bændasamtökin hafa margoft bent á í gegnum tíðina, en það eru þau fjölmörgu afleiddu störf sem verða til vegna landbúnaðar víðsvegar um landið. Ætla má að hátt í tíu þúsund störf á Íslandi tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. Fjölbreytt atvinnutækifæri vega þungt þegar kemur að viðhorfi fólks til búferlaflutninga. Það sem hefur einnig áhrif er meðal annars aðgengi að menningu og afþreyingu, heilbrigðisþjónustu, menntunartækifæri barna og erfiðar samgöngur. Menntun hefur áhrif á búferlaflutninga Athyglisvert er einnig að sjá að menntun hefur þó nokkur áhrif á líkur á að flytja úr sveitinni, þá sérstaklega tímabundið. Tæplega 40% þátttakenda eru með háskólapróf, en meiri líkur eru á því að þeir sem lokið hafa námi í framhalds- eða háskóla stefni á að flytja úr sveitinni tímabundið frekar en þeir sem hafa grunnmenntun eða starfsmenntun á framhaldsskólastigi. Þetta gæti verið vísbending um að aukinni menntun fylgi aukinn sveigjanleiki í búsetu, þar sem íbúar sveita og strjálbýlis sjá aukna möguleika í búferlaflutningum með hærra menntunarstigi. Hreint loft, kyrrð og ró Það eru fjölmargir þættir sem koma inn í ákvörðun fólks um búsetu og það sem skipti þátttakendur könnunarinnar töluverðu máli var náttúran og umhverfið. Einnig vógu hreina loftið, kyrrðin og róin þungt en 94% svarenda töldu þá þætti skipta máli. Lítil umferð, minni hætta á afbrotum og húsnæði hafa einnig töluverð áhrif. Það er því að mörgu að huga þegar fólk velur sér staðsetningu fyrir búsetu og ákveðnir þættir sem geta haft úrslitaáhrif í því vali. Framfaraskref og tækninýjungar í landbúnaði geta til dæmis haft heilmikið að segja um fýsileika þess að fólk kjósi að búa í sveit eða öðrum strjálbýlum landsins. Bændasamtök Íslands vinna að fjölmörgum markmiðum í íslenskum landbúnaði þar sem þau vilja tryggja framsækni og framþróun innan atvinnugreinarinnar með þekkingu, þróun og rannsóknum. Það er mikilvægt að hugsa til framtíðar og enn mikilvægara að hlúa vel að íslenskum bændum sem leggja líf og sál í að framleiða hágæðavörur allt árið um kring. Það hefur sýnt sig að bændur eru fullir eldmóðs að halda áfram, búa í sinni sveit og sinna því sem þeir gera best. Það eru góðar fréttir fyrir Ísland í heild sinni. Höfundur er samskiptastjóri Bændasamtaka Íslands og fyrrverandi eggja- og eplabóndi í Noregi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun