Héldu á villtum kópi fyrir sjálfsmynd: „Getur valdið dýrinu miklum skaða" Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 12:13 Kópurinn var villtur, ólíkt þessum á myndinni sem er tekin í Húsdýragarðinum. vísir/vilhelm Líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands segir að fólk eigi alls ekki að nálgast villta selkópa, hvað þá að halda á þeim fyrir góða sjálfsmynd eins og gerðist síðustu helgi í Reyðarfirði. Það geti hreinlega orðið til þess að urtan yfirgefi þá og þeir drepist í kjölfarið. Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn. Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Náttúrustofu Austurlands barst tilkynning frá umhverfisfulltrúa Fjarðabyggðar síðasta sunnudag um selkóp í Reyðarfirði sem hafði orðið fyrir mikilli truflun frá fólki. Það hafði farið upp á honum til að klappa honum, mynda sig með honum og jafnvel halda á honum. Fyrst var greint frá þessu á vef Austurfrétta en Hálfdán Helgi Helgason líffræðingur segir í samtali við Vísi að hættan við að kjassast utan í villtum dýrum með þessum hætti sé tvíþætt: „Annars vegar er alltaf hættan á því að fólk geti skaðað sig sjálft,“ segir Helgi og á þá við að dýrið geti bitið menn. „En hitt er svo að þetta getur valdið dýrinu miklum skaða. Í svona tilfellum þegar menn nálgast selkópa þá geta þeir fælt urtuna í burtu. Þarna var stanslaus traffík af fólki sem getur valdið því að hún fælist.“ Kópur drapst í fyrra vegna ágangs manna Hann segir að sambærilegt atvik hafi komið upp í fyrra á Eskifirði. „Þar var kópur í fjöru fyrir innan bæjarmörkin sem fékk ekki að vera í friði. Að öllum líkindum yfirgaf urtan hann bara.“ Hálfdán segir skiljanlegt að fólk hafi áhyggjur af og vilji hjálpa dýri sem virðist umkomulaust eins og selkópar geta litið út fyrir að vera. Það skýrist þó oftast af því að urtan er lengi í burtu og skilur kópinn eftir á meðan. Fólk eigi alls ekki að taka málin í sínar hendur þegar það sér villt dýr sem það telur vera hjálparþurfi, það eigi ekki aðeins við um kópa. „Fólk verður að hringja lögregluna og hún setur þá af stað verkferil með MAST (Matvælastofnun) og alls ekki að ganga sjálft í málin og alls ekki að taka dýrin í fóstur.“ Svo virðist sem allt hafi farið vel á endanum í Reyðarfirði en Hálfdán segir það síðustu fréttir sem hann hafi fengið af kópnum hafi verið jákvæðar. Umhverfisfulltrúinn hefur fylgst með honum og sá hann síðast stinga sér til sunds til að sækja sér fisk. „Þannig þetta hefur að öllum líkindum endað vel hjá þessum,“ segir Hálfdán sem telur þetta til marks um að kópurinn geti séð um sig sjálfur að einhverju leyti. Hann telur þá jafnvel að urtan sé ekki langt undan og að hún hafi jafnvel komið til að vitja kópsins á næturnar þó ekkert hefur sést til hennar á daginn.
Dýr Fjarðabyggð Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira