Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 21:21 Ólafía Kristín Norðfjörð. Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira