Segir fyrirspurn um afsökunarbeiðni lykta af pólitík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júní 2021 18:31 Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag. Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór. Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í símtali eftir uppákomuna í Ásmundarsal spurði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar eftir umrætt atvik í Ásmundarsal. Í símtali Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag spurði ráðherra lögreglustjóra hvort lögreglan ætlaði að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglu eftir uppákomuna í Ásmundarsal. Vill svör Hvað finnst þér um það að þarna hafi dómsmálaráðherra óskað eftir því að lögregla bæðist afsökunar á þessu? „Ef það er rétt: Er það hlutverk dómsmálaráðherra? Er hún að gæta jafnræðis þá í störfunum sínum? Er það almenna reglan eða er þetta meira persónutengt? Það er spurning sem ég myndi vilja svar við,“ sagði Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kallaði ráðherra og lögreglustjóra á lokaðan fund í byrjun marsmánðar á þessu ári þar sem frægt símtal þeirra var til umræðu, en trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundinum. Nefndin fór þó opinberlega fram á að Áslaug og Halla Bergþóra afléttu trúnaði um samskipti þeirra umræddan dag. Ætla ekki að aflétta trúnaði „Ráðherra hafnaði því en lögreglustjórinn hafði ekki gert það þá á þeim tíma.“ Halla Bergþóra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún ætli ekki að aflétta trúnaði um það sem fram fór þeirra á milli. „Annað sem við gátum gert í stöðunni var að gera hlé á okkar störfum þannig að umboðsmaður Alþingis gæti sjálfur metið hvort hann myndi hefja frumkvæðisathugun á málinu,“ sagði Jón Þór. Hann segir málið lykta af pólítík. „Hverjir eru það sem fá lamið á puttana? Það eru tveir lögreglumenn sem sátu einhvers staðar og voru að tala. Það er eitthvað sem við erum komin með eftirlitshlutverk í þingið með breytingu á þingsköpum í vor með þessum sjálfstæðu eftirlits eða stjórnsýslunefndum meðal annars með eftirliti með störfum lögreglu. Ég vil fá svör við spurningunni. Fóru þau umfram sínar valdheimildir?“ spyr Jón Þór.
Ráðherra í Ásmundarsal Samkomubann á Íslandi Alþingi Lögreglan Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira