Rauðglóandi símalínur vegna bólusetningar barna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. júní 2021 11:54 Börn fædd eftir 2005 munu þurfa að bíða bólusetningar í bili. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir gríðarlegan áhuga meðal foreldra á að láta bólusetja börnin sín við kórónuveirunni. Börn fædd síðar en 2005 verða ekki bólusett fyrr en í fyrsta lagi eftir að skólahald hefst í haust. Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu. Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að allar símalínur séu rauðglóandi og mikil umferð um netspjall heilsugæslunnar. Um sé að ræða fyrirspurnir foreldra sem eru áhugasamir um að fá bólusetningu fyrir börn sín fædd eftir árið 2005. Ragnheiður segir þó að þessi hópur, og nefnir sérstaklega börn á aldrinum 12 til 15 ára, þurfi að bíða bólusetningar um sinn og þessi hópur verði ekki boðaður í bólusetningu fyrr en eftir sumarfrí hjá heilsugæslunni. „Það er töluverð ásókn frá foreldrum en sóttvarnalæknir hefur sagt að hann vilji bíða eftir frekari rannsóknarniðurstöðum fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún bætir við að bólusetning hópsins verði líklega útfærð í skólum landsins, líkt og aðrar bólusetningar sem börn fá. Í síðasta mánuði lagði Lyfjastofnun Evrópu blessun sína yfir bólusetningu barna á aldrinum 12 til 15 ára með bóluefni Pfizer. Það hefur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna einnig gert. Bíða boða sóttvarnalæknis Börnin verða að öllum líkindum bólusett með bóluefni Pfizer, en nú býður heilusgæslan upp á bókun í bólusetningu með bóluefni Janssen inni á heilsuveru.is. Ragnheiður segir þó að aldurshópurinn sem hér er til umfjöllunar sé ekki gjaldgengur í bólusetningu með Janssen-efninu. „Við ætlum ekki að taka þennan hóp nema það komi boð frá sóttvaranlækni um það. Það er ástæða fyrir því að þessi hópur er ekki boðaður,“ segir Ragnheiður og bendir á að allir aðrir hópar sem hlotið hafi bólusetningu hafi þegar verið boðaðir af heilsugæslunni. Hún segir það skýr tilmæli frá sóttvarnalækni að bíða eigi um sinn með bólusetningu barna 12 til 15 ára, og að heilsugæslan fylgi honum að málum. „Við viljum reyna að róa þessa foreldra og leyfa börnunum að njóta vafans, bíðum átekta og sjáum hvað sóttvarnalæknir vill gera með þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Níu þúsund Pfizer-skammtar Í dag verður bólusett með um níu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer. Um er að ræða bólusetningu með seinni skammti og því ólíklegt að opnað verði fyrir bólusetningu annarra en þeirra sem þegar hafa verið boðuð í bólusetningu í dag. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að nú sé hægt að óska eftir bólusetningu með bóluefni Janssen á heilsuveru.is. Eins og áður sagði geta börn ekki pantað slíkan tíma. „Safnað verður saman í hóp og boðað þegar hæfilega margir eru komnir á skrá. Ekki eru komnar dagssetningar á þessar bólusetningar,“ segir á vefnum. Á morgun og á fimmtudag verður þá bólusett með efni AstraZeneca, en þar er einnig um að ræða seinni bólusetningu.
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira