Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júní 2021 06:00 Lögreglan getur sjálf klippt upptökur úr búkmyndavélum sínum til og afmáð hljóð af þeim hlutum þeirra sem henni sýnist. vísir/vilhelm Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. „Þetta eru tvö mál þar sem upptaka hefst annars vegar í lok afskipta og hins vegar þegar handtaka er yfirstaðin,“ segir Skúli. „Síðan eru tvö mál þar sem hljóðið er annars vegar sagt bilað og hins vegar að gleymst hafi að kveikja á hljóði.“ Vissi ekki að lögreglan gæti átt við upptökur Nefndin hefur eins og er engin úrræði til að sannreyna það hvort hljóð sé bilað í tækjunum eða ekki. „En þeir hafa þetta – þeir geta tekið hljóðið út greinilega.“ Skúli tekur það fram að nefndin sé ekki að væna lögregluna um neitt: „Og það getur vel verið að það sé allt í lagi með þessi mál. En það er bara dálítið erfitt fyrir nefndina að segja „heyrðu jú þetta verklag var bara allt í lagi“ þegar maður veit ekki hvort eitthvað annað hafi farið fram.“ Hann segist hafa trúað því, mögulega í einfeldni sinni, að lögreglan gæti ekki átt sjálf við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Annað kom hins vegar í ljós þegar nefndin fjallaði um störf lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu svokallaða. Hún fékk þá upptökur úr búkmyndavélum afhentar en þegar þær voru skoðaðar hafði samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðan ámælisvert, verið afmáð úr upptökunum. Hér má sjá búkmyndavél lögreglumanns.vísir/vilhelm „Það kom okkur mjög á óvart að lögreglan gæti átt svona við upptökurnar,“ segir Skúli. „Við héldum bara í okkar sakleysi að þær væru læstar. Af því þetta eru mikilvæg sönnunargögn.“ Hann segir þá að í langflestum tilvikum komi upptökur úr búkmyndavélum lögreglunni sjálfri til góða. Staðfestir frásögn lögreglu Hann segir að nefndin telji ekki að lögregla hafi verið að reyna að leyna gögnum í Ásmundarsalarmálinu og staðfestir það sem lögregla hefur sagt að nefndin hafi fengið skriftað samtal með upptökunum sem búið var að eiga við og á endanum réttu upptökurnar þegar óskað var eftir þeim. Upprunalega útgáfan, þar sem búið var að afmá samtal lögreglumannanna, var sama útgáfa og réttargæslumenn fengu. Samtalið hafði verið afmáð vegna þess að lögregla taldi það ekki tengjast málinu beint. Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03 Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
„Þetta eru tvö mál þar sem upptaka hefst annars vegar í lok afskipta og hins vegar þegar handtaka er yfirstaðin,“ segir Skúli. „Síðan eru tvö mál þar sem hljóðið er annars vegar sagt bilað og hins vegar að gleymst hafi að kveikja á hljóði.“ Vissi ekki að lögreglan gæti átt við upptökur Nefndin hefur eins og er engin úrræði til að sannreyna það hvort hljóð sé bilað í tækjunum eða ekki. „En þeir hafa þetta – þeir geta tekið hljóðið út greinilega.“ Skúli tekur það fram að nefndin sé ekki að væna lögregluna um neitt: „Og það getur vel verið að það sé allt í lagi með þessi mál. En það er bara dálítið erfitt fyrir nefndina að segja „heyrðu jú þetta verklag var bara allt í lagi“ þegar maður veit ekki hvort eitthvað annað hafi farið fram.“ Hann segist hafa trúað því, mögulega í einfeldni sinni, að lögreglan gæti ekki átt sjálf við upptökur úr búkmyndavélum sínum. Annað kom hins vegar í ljós þegar nefndin fjallaði um störf lögreglunnar í Ásmundarsalarmálinu svokallaða. Hún fékk þá upptökur úr búkmyndavélum afhentar en þegar þær voru skoðaðar hafði samtal lögreglumanna, sem nefndin mat síðan ámælisvert, verið afmáð úr upptökunum. Hér má sjá búkmyndavél lögreglumanns.vísir/vilhelm „Það kom okkur mjög á óvart að lögreglan gæti átt svona við upptökurnar,“ segir Skúli. „Við héldum bara í okkar sakleysi að þær væru læstar. Af því þetta eru mikilvæg sönnunargögn.“ Hann segir þá að í langflestum tilvikum komi upptökur úr búkmyndavélum lögreglunni sjálfri til góða. Staðfestir frásögn lögreglu Hann segir að nefndin telji ekki að lögregla hafi verið að reyna að leyna gögnum í Ásmundarsalarmálinu og staðfestir það sem lögregla hefur sagt að nefndin hafi fengið skriftað samtal með upptökunum sem búið var að eiga við og á endanum réttu upptökurnar þegar óskað var eftir þeim. Upprunalega útgáfan, þar sem búið var að afmá samtal lögreglumannanna, var sama útgáfa og réttargæslumenn fengu. Samtalið hafði verið afmáð vegna þess að lögregla taldi það ekki tengjast málinu beint.
Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31 Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03 Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50 Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. 25. júní 2021 19:31
Telur nefndina seilast langt með því að skoða tveggja lögreglumanna tal Formaður Landssambands lögreglumanna segir til skoðunar að fá úr því skorið hvort einkasamtöl lögreglumanna sem tekin eru upp á búkmyndavélar þeirra teljist til gagna sem eigi að afhenda þegar störf lögreglu eru til rannsóknar. 26. júní 2021 13:03
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. 25. júní 2021 13:50
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels