„Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 07:31 Khris Middleton verðskuldaði spaðafimmu og vel það frá Giannis Antetokounmpo eftir sigurinn í nótt. AP/Curtis Compton Milwaukee Bucks náðu í nótt 2-1 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA-deildarinnar með 113-102 sigri gegn Atlanta Hawks. Khris Middleton átti risastóran þátt í sigrinum og skoraði fleiri stig en Atlanta í fjórða leikhlutanum. Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Í frekar jöfnum leik, þar sem Milwaukee var reyndar undir stærstan hluta leiksins, gerði Middleton gæfumuninn. Liðsfélagar hans virtust alltaf geta leitað til hans, sérstaklega í lokaleikhlutanum, en Middleton skoraði þá 20 af 38 stigum sínum. Hann hefur aldrei skorað svo mörg stig í úrslitakeppni. Atlanta var 85-83 yfir þegar fjórði leikhluti hófst en liðið skoraði aðeins 17 stig í honum, eða þremur minna en Middleton einn fyrir Milwaukee. 20 PTS in the 4th Q for @Khris22m 38 in game (ties playoff career high) 11 REB, 7 ASTKhris Middleton TAKES OVER in the @Bucks Game 3 win! Game 4 is Tuesday at 8:30 PM ET on TNT. #ThatsGame pic.twitter.com/8TedimOk5F— NBA (@NBA) June 28, 2021 „Það sem hann gerði í dag var óraunverulegt,“ sagði Giannis Antetokounmpo um Middleton. Grikkinn er vanur því að vera aðalstjarna Milwaukee, og skoraði 33 stig og tók 11 fráköst, en var ekkert að spara stóryrðin varðandi frammistöðu Middleton: „Hann var ótrúlegur. Hann bar liðið áfram allt til enda. Það sem ég sá í dag var fullkomið. Svo einfalt er það,“ sagði Antetokounmpo. Young steig á dómara Atlanta byrjaði leikinn af krafti eftir að hafa verið undir allan leikinn í leik númer tvö, sem Milwaukee vann 125-91. Milwaukee lenti strax 7-0 undir og náði ekki forystunni í fyrsta sinn fyrr en í stöðunni 82-80, þegar skammt var eftir af þriðja leikhluta, en náði svo góðum tökum undir forystu Middletons eins og fyrr segir. Trae Young skoraði 35 stig fyrir Atlanta en steig ofan á fót dómara seint í þriðja leikhluta og meiddist í ökkla. Hann fer í skoðun í dag til að meta alvarleika meiðslanna. Liðin mætast að nýju í Atlanta á þriðjudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn, við annað hvort Phoenix Suns eða LA Clippers. Þau lið mætast í einvígi sem gæti klárast í nótt því Phoenix er 3-1 yfir.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins