Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 23:30 Í New York er hægt að sækja fyrirtæki til saka. Saksóknarar virðast undirbúa ákærur á hendur fyrirtæki Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42