„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. júní 2021 15:38 Fjölmargir Íslendingar skelltu sér í útilegu um helgina. Myndin er frá tjaldsvæðinu á Ísafirði og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Margir flykktust að Kirkjubæjarklaustri um helgina. Benedikt Lárusson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins þar, telur að gestir á svæðinu hafi verið á bilinu átta hundruð til þúsund yfir helgina. Hann segir helgina hafa farið vel fram. Veður var hlýtt og gott og allt gekk vandræðalaust fyrir sig. „Allt var til fyrirmyndar. Það er gott fólk sem hefur komið og enginn illa upp lagður,“ segir Benedikt. Að sögn Benedikts hringdu fjölmargir og ætluðu að bóka fyrirfram, en svæðið býður ekki upp á það eins og komið er. Þrátt fyrir að svæðið hafi ekki verið fullt, voru einhverjir sem mættu og lituðust um en fannst of troðið. Leggja unga fólkinu reglurnar Eitthvað var um unglingahópa á svæðinu en ekkert aldurstakmark er inn á svæðið. „Það hefur svona sloppið en unga fólkið fær ákveðna lexíu þegar það kemur, að hér sé þögn eftir klukkan ellefu. Ef þau geta ekki farið eftir því, þá þurfa þau að fara eitthvað annað,“ segir Benedikt. Hann segir unga fólkið hafa hegðað sér vel um helgina. „Það var ein kvörtun yfir músík en ekkert meira sko. Ég tel að það hafi verið alveg viðunandi.“ Ennþá er fjöldi fólks á svæðinu. „Það spáir svo vel að allir sem geta verða áfram myndi ég halda. Það er alveg rosa heitt og logn hérna núna,“ segir Benedikt ánægður með helgina. Fjölmargir áttu leið um Kirkjubæjarklaustur um helgina og gekk helgin vel fyrir sig á tjaldsvæðinu.Róbert Daníel Jónsson Þá var einnig margt um manninn á Laugalandi í nágrenni Hellu. Engilbert Olgeirsson, umsjónarmaður tjaldsvæðisins segir gesti hafa verið upp undir fjögur hundruð um helgina. Hann segir fjölda fólks hafa mætt á fimmtudag, en að allt hafi verið orðið fullt í rafmagn á föstudag. „Það er búið að vera fullt af fólki. Við vorum farin að vísa fólki frá í gær.“ Fjölskyldusvæði, ekki djammstaður Engilbert segist ekki taka við unglingahópum inn á svæðið. „Við leggjum mikið upp úr því að það séu engin læti. Þetta er fjölskyldutjaldsvæði, ekki djammstaður.“ Hann á von á því að júlí verði stór mánuður. „Ef fólk vill koma í meiri rólegheit, þá ætti það að koma í miðri viku.“ Veðrið var sérstaklega gott á Austurlandi og því voru margir sem lögðu leið sína á Egilsstaði. „Helgin er búin að vera dálítið full og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Hekla Arinbjarnardóttir, starfsmaður á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Undanfarnar helgar hafa verið rólegar en Hekla segir helgina hafa verið „eina stóra bombu“ og þar hafi veðrið verið aðal ástæðan. Uppselt var á þann hluta svæðisins sem býður upp á aðgengi að rafmagni. Það spáir góðu veðri á Austurlandi á næstunni og Hekla mælir með því að þeir sem hyggjast heimsækja tjaldsvæðið í sumar bóki fyrirfram, en tjaldsvæðið er þessa dagana að innleiða bókunarkerfi Parka.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Veður Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00 Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46 Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. 26. júní 2021 08:46
Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. 24. júní 2021 16:10