Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2021 20:47 Þorbjörn er gagnrýninn á að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins geti neitað beiðnum kvensjúkdómalækna um að taka sýni til rannsóknar. Vísir/Nanna Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum. Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Vísir birti í dag viðtal við konu sem greindist með frumubreytingar í leghálsi á síðasta ári. Kvensjúkdómalæknir hennar tók sýni fyrir mánuði síðan og sendi til rannsóknar en Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana svaraði því ekki væri liðið ár frá síðustu sýnatöku, og því samræmdist það ekki skimunarleiðbeiningum landlæknis að taka það til rannsóknar. Þorbjörn Jónsson, fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands, segir að svo virðist sem kerfið sé orðið svo stíft að það taki læknisfræðina sjálfa yfir. Hann segir margar ástæður geta verið fyrir því að kvensjúkdómalæknar ákveði að taka leghálssýni til rannsóknar, þó það kunni að stangast á við leiðbeiningar landlæknisembættisins. „Það horfir einkennilega við manni að síðan sé það niðurstaðan að rannsóknin sé ekki gerð og sýninu hent.“ Þorbjörn bendir á að svör samhæfingarmiðstöðvarinnar séu byggð á leiðbeiningarreglum, sem hljóti eðli málsins samkvæmt að eiga að vera leiðbeinandi, en ekki algildar. Sjúklingar geti átt mismunandi sjúkrasögu, ættarsögu eða aðra hluti sem spila inn í ákvörðun læknis um að taka sýni. „Það getur aldrei orðið einhver allsherjarregla sem er án undantekninga, vegna þess að hver sjúklingur er raunverulega einstakur,“ segir Þorbjörn. Málið snúist í grunninn um hvort ábyrgðin eigi að liggja hjá landlæknisembættinu eða lækni sem sjúklingur hefur valið að leita til í hverju tilfelli. „Í mínum huga þá er það náttúrulega klárt að það hlýtur alltaf að verða sá læknir sem hefur mest vægi í svona máli, því að leiðbeiningar geta ekki verið án undantekninga.“ Fréttastofa hafði samband við stjórnendur hjá Krabbameinsfélaginu, sem könnuðust ekki við að Leitarstöð félagsins hefði nokkurn tímann neitað að rannsaka sýni frá kvensjúkdómalæknum.
Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira