Þórsarar vita örugglega af örlögum ÍR-inga, Stjörnumanna og Valsara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 17:00 Callum Reese Lawson og félagar í Þór fá þrjá leiki til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þeir klikkuðu í fyrstu tiltraun en eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsliðið getur annan leikinn í röð tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í fjórða leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla í körfubolta. Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira