Þórsarar vita örugglega af örlögum ÍR-inga, Stjörnumanna og Valsara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 17:00 Callum Reese Lawson og félagar í Þór fá þrjá leiki til að vinna fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þeir klikkuðu í fyrstu tiltraun en eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórsliðið getur annan leikinn í röð tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í kvöld þegar Keflvíkingar mæta í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í fjórða leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla í körfubolta. Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Keflvíkingar héldu sér á lífi með fjórtán stiga heimasigri í síðasta leik, 97-83, en þurfa sinn annan sigur í röð til að fá hreinan úrslitaleik um titilinn í Keflavík á sunnudagskvöldið. Þórsarar hafa ekki enn tapað tveimur leikjum í röð í þessari úrslitakeppni en sigurlaunin hafa aldrei verið stærri í sögu félagsins en í þessum leik í kvöld. Þórsarar ættu hins vegar að þekkja örlög liða sem hafa verið í sömu góðu stöðu og þeir en létu Íslandsbikarinn renna sér úr greipum. Bestu dæmin um slíkt eru þrjú félög sem hafa enn ekki unnið Íslandsbikarinn í úrslitakeppni eða ÍR, Stjarnan og Valur. Valur komst í 2-1 á móti Keflavík í lokaúrslitunum 1992 eftir 28 stiga sigur í Keflavík í leik þrjú, 95-67. Næsti leikur var á Hlíðarenda og Valsmenn gátu unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í níu ár og þann fyrsta síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar. Keflavík vann aftur á móti 22 stiga sigur á Hlíðarenda, 78-56, og svo níu stiga sigur í oddaleiknum í Keflavík, 77-68. Valsmenn komust ekki aftur í úrslitakeppnina fyrr en í vetur. Stjarnan komst í 2-1 á móti Grindavík í lokaúrslitunum 2013 eftir tólf stiga sigur í Grindavík, 101-89, í leik þrjú. Stjörnumenn höfðu þá unnið tvo leiki í röð í einvíginu og næsti leikur var í Garðabænum. Grindavík jafnaði hins vegar einvígið með sex stiga sigri í leik fjögur í Ásgarði í Garðabænum, 88-82, og vann síðan oddaleikinn með fimm stigum í Grindavík, 79-74. Stjarnan missti af Íslandsmeistarabikarnum og hefur enn ekki unnið hann. ÍR-ingar komust í 2-1 á móti Íslandsmeisturum KR í lokaúrslitunum 2019 eftir þriggja siga sigur í framlengdum leik í DHL-höllinni, 89-86. ÍR gat því unnið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í 42 ár og þann fyrsta í sögu úrslitakeppninnar með sigri á heimavelli í fjórða leiknum. KR-ingar jöfnuðu hins vegar metin með 80-75 sigri í Seljaskóla og tryggðu sér síðan sjötta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 28 stiga sigri í oddaleiknum í Vesturbænum, 98-70. Fjórði leikur Þórs Þorlákshafnar og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hjá Dominos Körfuboltakvöldi hefst klukkan 19.30 og eftir leikinn verður allt gert upp með sérfræðingum og góðum gesti. Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Síðustu lið sem hafa getað unnið Íslandsbikarinn í leik fjögur á heimavelli ÍR 2019: 5 stiga TAP á móti KR, 75-80 SILFUR KR 2018: 16 stiga sigur á Tindastól, 89-73 ÍSLANDSMEISTARI Stjarnan 2013: 6 stiga TAP á móti Grindavík, 82-88 SILFUR Snæfell 2010: 9 stiga TAP á móti Keflavík, 73-82 ÍSLANDSMEISTARI Grindavík 2009: 11 stiga TAP á móti KR, 83-94 SILFUR KR 2007: 2 stiga sigur á Njarðvík, 83-81 ÍSLANDSMEISTARI Keflavík 2004: 20 stiga sigur á Snæfelli, 87-67 ÍSLANDSMEISTARI KR 2000: 20 stiga sigur á Grindavík, 83-63 ÍSLANDSMEISTARI Valur 1992: 22 stiga TAP á móti Keflavík, 56-78 SILFUR Keflavík 1991: 10 stiga TAP á móti Njarðvík, 81-91 SILFUR - Liðin eru 4-6 í þessari stöðu 5 af 10 töpuðu tveimur síðustu leikjunum og misstu af Íslandsmeistaratitlinum
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn