„Öruggara að boltinn var út af en öll bóluefnin sem er búið að setja í líkama okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 16:31 Markið sem Stjörnumenn voru svo ósáttir við. stöð 2 sport Þorkell Máni Pétursson og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir leikina í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Mjólkurbikarsmörkunum í gær. Þeir ræddu að sjálfsögðu um umdeilt sigurmark KA gegn Stjörnunni. Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Elfar Árni tryggði KA sigurinn á Stjörnunni þegar hann skoraði á fjórðu mínútu í uppbótartíma í leik liðanna á miðvikudaginn. Markið átti þó ekki að standa því boltinn var farinn út af þegar Sveinn Margeir Hauksson tæklaði hann á Elfar Árna. „Það voru allir hættir og héldu að boltinn væri farinn út af. Miðað við þessar myndir getur maður aldrei sagt hundrað prósent en ég ætla að segja 99 prósent. Þetta er öruggara en öll bóluefni sem við erum búin að setja í líkama okkar,“ sagði Máni í Mjólkurbikarmörkunum. Hann benti á að KA hafi orðið fyrir óréttlæti í bikarkeppninni fyrir tveimur árum, í vítaspyrnukeppni gegn Víkingi, og hefðu kannski fengið plús fyrir þann mínus. Klippa: Mjólkurbikarmörkin - Umræða um sigurmark KA „Það er alltaf talað um að fótboltinn leiðrétti sig. Ég man að KA-menn voru dæmdir út úr bikarnum fyrir tveimur árum þegar þeir skoruðu mark úr vítaspyrnu þar sem boltinn var fyrir innan en var dæmdur fyrir utan. Ég veit ekki hvort þetta er réttlæti sem KA fær með þessu ólöglega marki því staðreyndin er að þetta er ólöglegt mark. Reiði Stjörnumanna var skiljanleg,“ sagði Máni. „Það er staðreynd að þetta eru mistök, dómaramistök. En við verðum kannski að passa okkur á því hvað við verðum brjálaðir. Ég skrifaði einhverja Twitter-færslu í gríni að þessi línuvörður ætti næst að dæma á EM en ég meinti það ekki þannig og biðst bara afsökunar á að hafa sagt þetta. Við skulum alveg gera okkur grein fyrir því að dómararnir eru ekkert verri en leikmennirnir eða fótboltinn sem er verið að bjóða upp á. Stjarnan verður líka að horfa í eigin barm að því leyti að þeir fengu endalaus færi til að klára þennan leik en gerði það ekki. Þetta mark hefði aldrei ráðið neinum úrslitum ef menn hefðu nýtt eitthvað af þessum færum.“ Dregið verður í sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins á mánudaginn. Eftirtalin lið verða í pottinum: FH, Fjölnir, Fylkir, Haukar, HK, ÍA, ÍR, KA, Keflavík, KR, KFS, Valur, Vestri, Víkingur R., Völsungur, Þór Ak. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn KA Stjarnan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira