Gray Line áætlar endurreisn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:37 Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line var eitt fyrsta fyrirtækið í ferðaþjónustu til að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagninu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Vísir/Gray Line Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi. Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Í greinargerð með frumvarpinu er fjallað ítarlega um það með hvaða hætti félagið hyggst efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Sú umfjöllun byggir á spá um komu ferðamanna til landsins og sögulegum gögnum um rekstrarafkomu félagsins á síðustu mánuðum fyrir Covid-19. Í greinargerðinni er einnig bent á að þegar ferðamennska stóð í blóma hafi Gray Line verið annað stærsta fyrirtækið hér á landi í sölu dagferða og hópferða til ferðamanna. Atli Björn Þorbjörnsson, lögmaður er skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum. Hann telur eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir um efndir nauðasamningsins. Hann vísar til mikillar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félagsins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota félagsins á hagstæðum kjörum. Þá bendir hann jafnframt á yfirgripsmiklar hagræðingaraðgerðir í rekstrinum sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur. Félagið sé engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið. Atli bendir einnig á að bókanir fyrir tímabilið nóvember 2021 til febrúar 2022 séu góðar og komnar upp fyrir sambærilega bókunarstöðu í júní 2022 fyrir sömu mánuði. Þá telur hann að með lækkun skulda auk rekstrarfjár sem hluthafar leggja félaginu til, muni hafa jákvæð áhrif á getu félagsins til þess að standa við nauðasamninginn. Félagið var eitt það fyrsta í ferðaþjónustunni til þess að óska eftir fjárhagslegri endurskipulagningu, enda hrundu tekjur þess um 97 prósent nánast á einum degi. Auk endurskipulagningarinnar nýtti félagið sér styrki til greiðslu launa á uppsagnarfresti og svokallaða hlutabótaleið. Í tilkynningu félagsins segir að án þeirra aðgerða hefði félagið að öllum líkindum orðið gjaldþrota síðasta sumar.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29 Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Gray Line óskar eftir greiðsluskjóli Rekstraraðili Gray Line á Íslandi, ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL ehf, hefur óskað eftir greiðsluskjóli þar til að ferðamenn fara að láta sjá sig aftur. 26. júní 2020 15:29