NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 15:00 Trae Young og félögum í Atlanta Hawks virðist líða best á útivelli í úrslitakeppninni. getty/Stacy Revere Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira