NBA dagsins: Haukarnir trúa því að þeir geti flogið alla leið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2021 15:00 Trae Young og félögum í Atlanta Hawks virðist líða best á útivelli í úrslitakeppninni. getty/Stacy Revere Í öllum þremur einvígunum sínum í úrslitakeppni NBA í ár hefur Atlanta Hawks unnið fyrsta leikinn á útivelli. Haukarnir trúa því að þeir geti farið alla leið og orðið meistarar. Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Atlanta sigraði Milwaukee Bucks, 113-116, í nótt og tók þar með forystuna í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Atlanta vann einnig fyrsta leikinn á útivelli í einvígunum gegn New York Knicks og Philadelphia 76ers og hefur unnið sex af átta útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Trae Young hefur farið hamförum í úrslitakeppninni og átti enn einn stórleikinn í nótt. Hann skoraði 48 stig, tók sjö fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Atlanta var sjö stigum undir þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir en Haukarnir, leiddir áfram af Young, komu til baka og tryggðu sér sigurinn. Atlanta skoraði sautján af síðustu 25 stigum leiksins og Young kom með beinum hætti að þrettán þeirra. Klippa: NBA dagsins 24. júní Haukarnir urðu meistarar 1958 með Bob Pettitt í broddi fylkingar en liðið hefur ekki átt neitt sérstöku gengi að fagna eftir flutninginn frá St. Louis til Atlanta 1968. Atlanta er nú aðeins í annað sinn í úrslitum Austurdeildarinnar eftir flutninginn og sigurinn í nótt var sá fyrsti hjá liðinu í úrslitum Austurdeildarinnar síðan þá. Atlanta komst í úrslit Austurdeildarinnar 2015 en tapaði þá 4-0 fyrir Cleveland Cavaliers. Young trúir því að Atlanta geti farið alla leið og orðið meistari í fyrsta sinn í 63 ár. „Við getum farið eins langt og við viljum. Ég trúi á þetta lið og við trúum á hvern annan,“ sagði Young. Í úrslitakeppninni er Young með 30,5 stig, 3,0 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í deildarkeppninni var hann með 25,3 stig, 3,9 fráköst og 9,4 stoðsendingar. Annar leikur Atlanta og Milwaukee fer fram aðfararnótt laugardags og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Atlanta í nótt auk viðtals við Young. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins