Minning um Hannesarholt? Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:31 Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Menning Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar