Tvær mömmur í Ólympíuliði Bandaríkjamanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 13:30 Allyson Felix fagnar hér Ólympíusæti sínu með dótturinni Camryn á bandaríska úrtökumótinu. AP/Ashley Landis Bandarísku spretthlaupararnir Allyson Felix og Quanera Hayes tryggðu sér um helgina sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna í 400 metra hlaupi en þær eiga líka annað sameiginlegt. Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Báðar eiga þær Allyson og Quanera ung börn en báðar hafa komið til baka og eru nú í frábæru formi. Eitt það erfiðasta í íþróttunum í dag er að komast í Ólympíulið Bandaríkjamanna í spretthlaupum enda eru margir heimsklassa hlauparar að keppa um mjög fá laus sæti. Afrek þeirra vekur því athygli. Hinn 29 ára gamla Quanera Hayes vann hlaupið með því að koma í mark á 49,78 sekúndum eða sínum besta tíma á árinu. Þetta var mun tæpara hjá hinni 35 ára gömlu Allyson Felix. Hún var bara í fjórða sæti fyrir lokasprettinn en tókst að komast fram úr tveimur í lokin og koma í mark á sínum besta tíma á árinu, 50,02 sekúndum. Wadeline Jonathas var síðan í þriðja sæti en aðeins þrjár komust í Ólympíuliðið í greininni. Wadeline er bara 23 ára eða tólf árum yngri en Felix. "SUPERMOMMIES! YEAH!"Quanera Hayes' son and @allysonfelix's daughter met after their moms qualified for the #TokyoOlympics. The moment speaks for itself.@usatf | #TokyoOlympics x #TrackFieldTrials21 pic.twitter.com/MCrlvJ7G9e— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) June 21, 2021 Allyson eignaðist dótturina Camryn árið 2018 en hún var fyrirburi og eyddi fyrsta mánuði sínum í nýburagjörgæslu á sjúkrahúsi. Þetta var erfiður tími og gerði henni enn erfiðara fyrir að koma sér aftur af stað við æfingarnar. Quanera á tveggja ára gamlan son sem heitir Demetrius. Það varð til mjög skemmtileg stund eftir hlaupið þegar mömmurnar fönguðu Ólympíusæti með börnunum sínum eins og sjá má hér fyrir ofan. Allyson Felix hefur unnið sex gullverðlaun á Ólympíuleikum og þrenn silfurverðlaun. Eina einstaklingsgullið hennar kom í 200 metra hlaupi á ÓL í London 2012 en hin hafa komið í boðhlaupum á síðustu þremur leikum. Felix fékk silfurverðlaun í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 400 en hún tapaði þá fyrir Shaunae Miller frá Bahamaeyjum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira