Sögulegur sigur Atlanta sem er komið í úrslit Austurdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 07:16 Trae Young hefur verið einn besti leikmaður úrslitakeppninnar. getty/Tim Nwachukwu Atlanta Hawks er komið í úrslit Austurdeildar NBA eftir sigur á Philadelphia 76ers, 96-103, í oddaleik í nótt. Þetta var fyrsti sigur Atlanta á útivelli í oddaleik í sögu félagsins, í tíundu tilraun. Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Þetta er aðeins í annað sinn á síðustu fimmtíu árum sem Atlanta kemst svona langt í úrslitakeppninni. Fyrir sex árum komst liðið í úrslit Austurdeildarinnar en tapaði fyrir Cleveland Cavaliers, 4-0. Mikill viðsnúningur hefur orðið á gengi Atlanta en þann 1. mars hafði liðið aðeins unnið fjórtán af 34 leikjum sínum og var búið að reka þjálfarann sinn, Lloyd Pierce. Síðan þá hefur Atlanta verið á mikilli siglingu undir stjórn Nates McMillan og er nú komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Milwaukee Bucks. Trae Young, sem hefur verið frábær í úrslitakeppninni, hitti illa í nótt en setti niður mikilvæga þriggja stiga körfu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum og kom Atlanta sex stigum yfir, 87-93. Young endaði með 21 stig og tíu stoðsendingar. Trae Young puts up 21 PTS, 10 AST as the @ATLHawks win Game 7 and advance to the #NBAECF presented by AT&T! #ThatsGameAtlanta will take on Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/Fbpfkab2hR— NBA (@NBA) June 21, 2021 Kevin Huerter var stigahæstur í liði Atlanta með 27 stig en hann hefur aldrei skorað meira í leik á ferlinum. John Collins skoraði fjórtán stig og tók sextán fráköst og Dario Gallinari skoraði sautján stig. Kevin Huerter's #NBAPlayoffs career-high 27 PTS lift the @ATLHawks over PHI on the road in Game 7! #ThatsGame Atlanta advances to the #NBAECF presented by AT&T and will face Milwaukee with Game 1 on Wednesday at 8:30pm/et on TNT. pic.twitter.com/gCycz5yW68— NBA (@NBA) June 21, 2021 Joel Embiid var atkvæðamestur í liði Philadelphia með 31 stig og ellefu fráköst. Tobias Harris skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst. Ben Simmons gaf þrettán stoðsendingar en tók aðeins fjögur skot í leiknum. Phoenix Suns tók forystuna gegn Los Angeles Clippers með 120-114 sigri í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Devin Booker átti stórleik; skoraði fjörutíu stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var fyrsta þrefalda tvennan sem hann nær á ferlinum. DeAndre Ayton skoraði tuttugu stig og tók níu fráköst. The @Suns win Game 1 vs. LAC behind @DevinBook's first career #NBAPlayoffs Triple-Double! #ThatsGame 40 PTS | 13 REB | 11 ASTGame 2: Tuesday at 9pm/et on ESPN. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/w6SgPrfRV7— NBA (@NBA) June 20, 2021 Chris Paul lék ekki með Phoenix og sömu sögu var að segja af Kawhi Leonard hjá Clippers. Paul George var stigahæstur gestanna með 34 stig. Reggie Jackson skoraði 24 stig. Úrslitin í nótt Philadelphia 96-103 Atlanta Phoenix 120-114 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Slapp vel frá rafmagnsleysinu Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins