Flutningaskip Eimskips strandaði í Noregi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 13:52 Hólmsfoss er eitt af flutningaskipum Eimskips. Eimskip Flutningaskip Eimskips strandaði í Álasundi í Noregi í dag. Níu menn eru um borð í skipinu en enginn þeirra slasaðist. Skipið strandaði við bæinn Lerstad í Álasundi klukkan eitt að staðartíma en samkvæmt frétt NRK nær stefni skipsins minnst þrjá metra inn í fjöruna. Samkvæmt norsku lögreglunni eru skipverjarnir ekki í neinni hættu en unnið er að því að koma skipinu aftur út. Það er í verkahring Eimskips að bjarga því. Ekki er talið að skipið leki. Skipið ber heitið Hólmfoss og er um 88 metra langt frysti- og gámaskip. Það var á leið sinni milli hafna í Álasundi. Uppfært klukkan 14:00: Skipið er komið á flot Að sögn Eddu Rutar Björnsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Eimskips er skipið komið aftur á flot og leggur að bryggju í Álasundi innan skamms. Það eru einhverjar skemmdir á því en þær eru ekki meiri en svo að skipið getur siglt þangað á eigin vélarafli. Þegar það leggur að bryggju verða skemmdirnar metnar. Edda Rut segir það ekki liggja fyrir hvernig skipið strandaði en það verður skoðað betur í dag. Erfiðir dagar hjá Eimskipi Síðasta vika hefur verið erfið fyrir Eimskip. Fyrirtækið gekkst í gær við alvarlegum brotum gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með sátt við Samkeppniseftirlitið upp á einn og hálfan milljarð króna. Reykur kom einnig upp í gámi um borð í Brúarfossi síðasta mánudag. Skipið var við höfn í Þórshöfn og varð slökkvilið að dæla vatni inn í gáminn. Samgönguslys Noregur Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip gerir sátt og greiðir 1,5 milljarða í sekt Eimskip og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna ætlaðra brota Eimskips á árunum 2008 til 2013. Með sáttinni gengst Eimskip alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. 16. júní 2021 19:20 Reykur barst úr gámi um borð í Brúarfossi Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær. 14. júní 2021 08:44 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Skipið strandaði við bæinn Lerstad í Álasundi klukkan eitt að staðartíma en samkvæmt frétt NRK nær stefni skipsins minnst þrjá metra inn í fjöruna. Samkvæmt norsku lögreglunni eru skipverjarnir ekki í neinni hættu en unnið er að því að koma skipinu aftur út. Það er í verkahring Eimskips að bjarga því. Ekki er talið að skipið leki. Skipið ber heitið Hólmfoss og er um 88 metra langt frysti- og gámaskip. Það var á leið sinni milli hafna í Álasundi. Uppfært klukkan 14:00: Skipið er komið á flot Að sögn Eddu Rutar Björnsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra Eimskips er skipið komið aftur á flot og leggur að bryggju í Álasundi innan skamms. Það eru einhverjar skemmdir á því en þær eru ekki meiri en svo að skipið getur siglt þangað á eigin vélarafli. Þegar það leggur að bryggju verða skemmdirnar metnar. Edda Rut segir það ekki liggja fyrir hvernig skipið strandaði en það verður skoðað betur í dag. Erfiðir dagar hjá Eimskipi Síðasta vika hefur verið erfið fyrir Eimskip. Fyrirtækið gekkst í gær við alvarlegum brotum gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með sátt við Samkeppniseftirlitið upp á einn og hálfan milljarð króna. Reykur kom einnig upp í gámi um borð í Brúarfossi síðasta mánudag. Skipið var við höfn í Þórshöfn og varð slökkvilið að dæla vatni inn í gáminn.
Samgönguslys Noregur Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip gerir sátt og greiðir 1,5 milljarða í sekt Eimskip og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna ætlaðra brota Eimskips á árunum 2008 til 2013. Með sáttinni gengst Eimskip alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. 16. júní 2021 19:20 Reykur barst úr gámi um borð í Brúarfossi Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær. 14. júní 2021 08:44 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Eimskip gerir sátt og greiðir 1,5 milljarða í sekt Eimskip og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna ætlaðra brota Eimskips á árunum 2008 til 2013. Með sáttinni gengst Eimskip alvarleg brot gegn samkeppnislögum og EES-samningnum. 16. júní 2021 19:20
Reykur barst úr gámi um borð í Brúarfossi Dæla þurfti vatni inn í gám um borð í Brúarfossi, skipi Eimskips, eftir að reyk tók að berast úr honum þegar skipið var á siglingu til Þórshafnar í Færeyjum síðdegis í gær. 14. júní 2021 08:44